Innlent

Búið að slökkva eldinn

Eldur er kominn upp í Kaplahrauni 5 í Hafnarfirði. Í tilkynningu segir að eldurinn hafi komið upp í bílum og sé við það að læsa sig í hús. Starfsmaður Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu staðfesti við fréttastofu að slökkviliðið væri rétt mætt á vettvang og að reyna að ná tök á eldinum.

Um iðnaðarhúsnæðishverfi er að ræða en Málmsteypan Hella er skráð með aðsetur í húsinu.

Uppfært: Slökkvilið hefur lokið við að slökkva eldinn. Eldur logaði í tveimur bílum, hafði læst sig í þakið og reykur komist inn í húsið. Slökkvilið vinnur nú að reykræstingu og kannar hvort glæður leynist einhvers staðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×