Innlent

Kannabisræktanir í heimahúsum

Mynd/Úr safni
Lögreglan upprætti þrjár kannabisræktanir á höfuðborgarsvæðinu í gær og í öllum tilvikunum var ræktunin í heimahúsum. Ekki kemur fram hjá lögreglu um hversu margar plöntur var að ræða, nema hvað í öllum tilvikum hafi þetta verið minniháttar ræktun.

Slökkviliðið hefur vaxandi áhyggjur af aukinni kannabbisræktun í heimahúsum, þar sem eldhætta getur skapast vegna raka frá ræktuninni og mikilli notkun á ýmsum raftækjum sem hita rýmið, þar sem plönturnar vaxa upp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×