Innlent

Bensínlítrinn lækkað um 14 krónur frá því í febrúar

Atlantsolía lækkaði verð á bensíni í morgun um 2 krónur og á díselolíu um 1 krónu. Bensínlítrinn er því nú á 252 krónur og dísel á 245 krónur. Búast má við að hin olíufélögin fylgi í kjölfarið.

Samkvæmt upplýsingum frá Atlantsolíu hefur bensínlítrinn lækkað um 14 krónur frá því um miðjan febrúar og díselolían um 20 krónur.

Lækkunina má að miklu leyti rekja til styrkingar íslensku krónunnar og lækkunar á heimsmarkaðverði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×