Innlent

Erla Bolladóttir lagði fram kæru

Erla Bolladóttir er búin að leggja fram kæru.
Erla Bolladóttir er búin að leggja fram kæru.
Erla Bolladóttir einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur kært einn rannsóknarlögreglumannanna sem kom að málinu fyrir að hafa nauðgað henni í einangrunarfangelsinu í Síðumúla. Hún segist gera þetta nú eftir að hafa rætt við starfshópinn sem gerði skýrsluna um málið og til að binda enda á þennan hluta málsins.

„Fram að þessu hafði ég ekki einu sinni hugleitt að kæra af því að eþtta var fyrnt en áður var ég aldrei tilbúin til að kæra neitt svona. í mörg ár þorði ég ekki einu sinni að minnast á þetta við nokkurn mann," segir Erla

Erla segir rannsóknarlögreglumanninn hafa komið ítrekað í klefa hennar til að yfirheyra hana og í eitt skiptið hafi hann nauðgað henni.

„Það eru hæg heimatökin fyrir menn sem þekkja aðstæður , þá vita þeir hvernig rútínan er og hagað sér samkvæmt því," segir Erla aðspurð um það hvernig svona lagað hafi getað gerst.  

Rannsóknarlögreglumaðurinn hafi þekkt mjög vel til í fangelsinu og misnotað andlega veikt ástand hennar til að koma vilja sínum fram og nú eftir útkomu skýrslunnar finnist henni mikilvægt að loka þessum kafla í lífi sínu.

„Og þetta kom mér á óvart hversu mikill léttir þetta var, ég hélt að þetta væri bara svona formlegt atriði og ég þyrfti að hnýta lausan enda. Þetta er í fyrsta sinn í sögu þessa máls sem kemur í ljós aðgerð sem er í hina áttina,“ sagði Erla Bolladóttir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×