Innlent

Virkni farið hratt minnkandi

Skjálftar á Grímseyjarbeltinu.
Skjálftar á Grímseyjarbeltinu.
Jarðskjálftavirkni fyrir norðan hefur farið hratt minnkandi síðan í gærkvöldi. Virkni hefur verið svipuð og hún var í gær.

Að sögn sérfræðinga Veðurstofunnar hleypur virknin á milli tveggja þyrpinga, um 15 km austur af og um 30 km suðaustur af Grímsey.

Stærsti skjálftinn varð aðfaranótt 2. apríl 5,5 að Richter stærð. Sá var með upptök í Skjálfandadjúpi um 15 km austur af Grímsey. Í kjölfarið hafa nokkur hundruð eftirskjálfta mælst. Upptökin eru á brotabelti, svonefndu Grímseyjarbelti, sem liggur frá Öxarfirði norður fyrir Grímsey.

Skjálfti að stærð 4,7 mældist að morgni 2. apríl en hann var um 7,5 km norðvestan við upptök stóra skjálftans.

Eftir kl. 21 þann 2. apríl fór virknin að færast til suðausturs og fór að bera á nýrri skjálftaþyrpingu 15-20 km suðaustur af upptökum 5,5 skjálftans. Kl 22:52 varð skjálfti 4,7 að stærð og kl. 23:05 skjálfti að stærð 4,6.

Báðir skjálftarnir áttu upptök um 30 km ASA af Grímseyog fundust víða á Norðurlandi. Báðir þessir skjálftar voru á vinstri handar sniðgengi. Í kjölfarið hefur virknin verið að hlaupa á milli upphaflegu þyrpingarinnar og þeirrar nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×