Innlent

Vitað hver Frakkinn var

Gissur Sigurðsson skrifar
Rannsóknadeild lögreglunnar á Akranesi er búin að finna út af hvaða manni líkið er sem fannst nýverið í slyysavarnaskýli við Dritvík á Snæfellsnesi.  Það reyndist vera af þrítugum frakka og er búið að finna nafn hans og heimilisfang.

Alþjóðadeild ríkislögreglustjóra er í samvinnu við Interpol að fá þetta endanlega staðfest hjá hans nánustu í Frakklandi. Eftir að lögreglan birti mynd af manninum í fjölmiðlum, fyrr í vikunni, með ósk um upplýsingar um manninn, streymdu að ábendingar frá stöðum, sem hann hafði heimsótt, síðan hann kom til landsins fyrir umþaðbil mánuði. Þær leiddu til þess að hægt var að auðkenna hann.

Ekkert bendir til þess að andlát hans hafi borið að með saknæmum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×