„Það var fólk á listanum sem ég taldi vini mína“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 8. apríl 2013 21:14 Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Mynd/Skjáskot úr Kastljósi RÚV Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, 31 árs gamla konu sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks snerist gegn henni þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 1999 og ári síðar var maðurinn sakfelldur í Hæstarétti Íslands sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Norðurlands eystra hafði gert áður. Eftir niðurstöðu héraðsdóms birti fjölmennur hópur Húsvíkinga opinbera yfirlýsingu þar sem stuðningi var lýst yfir manninn sem nauðgaði Guðnýju, en niðurstöðu dómsins taldi fólk vera ranga. „Ég skildi ekki hvers vegna fólk sem var ekki á staðnum hafði skoðun á því hvort mér var nauðgað eða ekki, og þá hvort ég ætti að kæra eða ekki," segir Guðný, en Kastljós segir 113 Húsvíkinga á öllum aldri hafa skrifað undir. Rætt var við rúmlega helming þeirra fyrir þátt kvöldsins og segist einungis lítill hópur segist nú þrettán árum síðar standa við yfirlýsingar sínar. Flestir sögðust hafa gert mistök og tekið þátt í múgæsingu eða talið sig vera að styðja við fjölskyldu mannsins án þess að vera að taka afstöðu til brotsins. „Mér fannst þetta brútalt eitt og sér að ganga á milli húsa og safna undirskriftum og ennþá meira brútalt að birta hann opinberlega. Það var fólk á þessum lista sem ég taldi vera vini mína og það var sárt." Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Þá segir Guðný hafa verið ýjað að því við sig að draga kæruna til baka, og nefnir hún „prestinn á Húsavík" í því samhengi. Sighvatur Karlsson er enn starfandi sóknarprestur á Húsavík og bar við þagnarskyldu spurður út í þessi orð Guðnýjar. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Ríkissjónvarpsins. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira
Kastljósið sýndi í kvöld viðtal við Guðnýju Jónu Kristjánsdóttur, 31 árs gamla konu sem upplifði það fyrir þrettán árum að stór hópur fólks snerist gegn henni þegar hún kærði nauðgun sem hún varð fyrir. Nauðgunin átti sér stað eftir próflokafögnuð nemenda á fyrsta ári í Framhaldsskólanum á Húsavík vorið 1999 og ári síðar var maðurinn sakfelldur í Hæstarétti Íslands sem komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur Norðurlands eystra hafði gert áður. Eftir niðurstöðu héraðsdóms birti fjölmennur hópur Húsvíkinga opinbera yfirlýsingu þar sem stuðningi var lýst yfir manninn sem nauðgaði Guðnýju, en niðurstöðu dómsins taldi fólk vera ranga. „Ég skildi ekki hvers vegna fólk sem var ekki á staðnum hafði skoðun á því hvort mér var nauðgað eða ekki, og þá hvort ég ætti að kæra eða ekki," segir Guðný, en Kastljós segir 113 Húsvíkinga á öllum aldri hafa skrifað undir. Rætt var við rúmlega helming þeirra fyrir þátt kvöldsins og segist einungis lítill hópur segist nú þrettán árum síðar standa við yfirlýsingar sínar. Flestir sögðust hafa gert mistök og tekið þátt í múgæsingu eða talið sig vera að styðja við fjölskyldu mannsins án þess að vera að taka afstöðu til brotsins. „Mér fannst þetta brútalt eitt og sér að ganga á milli húsa og safna undirskriftum og ennþá meira brútalt að birta hann opinberlega. Það var fólk á þessum lista sem ég taldi vera vini mína og það var sárt." Guðný segist efast um að hún hefði kært nauðgunina hefði hún vitað hver viðbrögð bæjarbúa yrðu. Þá segir Guðný hafa verið ýjað að því við sig að draga kæruna til baka, og nefnir hún „prestinn á Húsavík" í því samhengi. Sighvatur Karlsson er enn starfandi sóknarprestur á Húsavík og bar við þagnarskyldu spurður út í þessi orð Guðnýjar. Viðtalið í heild sinni má nálgast á vef Ríkissjónvarpsins.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Sjá meira