Lífið

Afmæli Playboy-kóngsins

Það var mikið um dýrðir í Playboy-höllinni í Los Angeles um helgina þegar Playboy-kóngurinn sjálfur, Hugh Hefner, hélt upp á 87 ára afmæli sitt.

Crystal Hefner, 26 ára eiginkona Hughs, var dugleg að deila myndum af fögnuðinum á Instagram en sérstakt Casablanca-þema var í boðinu.

Hugh og Crystal giftu sig á gamlársdag.
"Við héldum upp á afmælið mitt á föstudagskvöldið með því að horfa á uppáhaldsmyndina mína, Casablanca, ásamt vinum. Þetta eru góðir dagar," skrifaði Hugh á Twitter-síðu sína.

Aldur er afstæður.
Hugh naut gæðastunda með eiginkonu sinni á laugardeginum en um kvöldið komu vinir hjónanna aftur í heimsókn til að horfa á aðra Humphrey Bogart-mynd, To Have & Have Not Tonight.

Dragðu Tarotspil dagsins hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.