Innlent

Erla ætlar að kæra nauðgunina

Erla Bolladóttir, einn sakborninga í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, hefur ákveðið að kæra nauðgun í fangelsinu í Síðumúla árið 1976. Erla sat þá í gæsluvarðhaldi grunuð um að hafa átt þátt í að hafa myrt Guðmund Einarsson og Geirfinn Einarsson.

Erla staðfesti við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis í gær að hún væri að íhuga að kæra og svo aftur í dag að hún hefði tekið ákvörðun. Erla lýsti samskipti sínum við einn rannsóknarlögreglumanna í bókinni Erla góða Erla sem kom út árið 2008. Það er sjálfsævisaga Erlu og þar rekur hún sakamálið út frá sínu sjónarhorni. Þar segir hún að einn lögreglumannanna hafi nauðgað henni inni í fangaklefa.

Hún nafngreindi viðkomandi mann þegar hún gaf skýrslu fyrir rannsóknarnefnd um meðferð Guðmundar- og Geirfinnsmálsins en nefndin skilaði skýrslu í byrjun vikunnar. Þeir lögfræðingar sem fréttastofa hefur talað við telja allar líkur á að brotið sé fyrnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×