Innlent

Tveir sumarbústaðir sluppu naumlega

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Það var síðast í gær sem barist var við sinueld, en þá kviknaði í sinu í Skorradal.
Það var síðast í gær sem barist var við sinueld, en þá kviknaði í sinu í Skorradal. Mynd/Örn Arnarson
Betur fór en á horfðist þegar kviknaði í sinu í sumarbústaðahverfi fyrir ofan Galtalækjarskóg í dag.

Komst eldurinn mjög nálægt tveimur sumarbústöðum og þegar slökkvilið Rangárvallasýslu kom á staðinn börðust sumarbústaðaeigendur við eldinn með garðslöngum.

Að sögn slökkviliðsmanna var eldurinn kominn „alveg upp að vegg" áður en þeir slökktu í sinunni, en ekki fengust upplýsingar um eldsupptök.

Þetta er annar sinubruninn á minna en sólarhring en í gærkvöldi skapaðist mikil hætta þegar kviknaði í sinu í miðri sumarhúsabyggð í Skorradal. Eldurinn kviknaði út frá flugeldum sem sumarhúsaeigandi skaut upp í óleyfi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×