Innlent

Féll af vélsleða á Vaðlaheiði

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni.
Karlmaður á fertugaldri var fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir að hann féll af vélsleða á Vaðlaheiði um klukkan 14 í dag.

Segir í tilkynningu frá lögreglu að slysið hafi orðið Eyjafjarðarmegin í Bíldsárskarði, þegar maðurinn lenti í skvompu.

Óskað var liðsinnis frá Björgunarsveitinni Súlum á Akureyri til að koma sjúkraflutningamönnum og lögreglu á vettvang og sáu þeir síðan um að flytja hinn slasaða í snjóbíl niður úr Bíldsárskarði og niður í byggð, en þangað var hann kominn um klukkan 16.

Ástand mannsins er óljóst og er hann til rannsóknar á Fjórðungssjúkrahúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×