Innlent

Minkur á miðbæjarrölti

Þegar László Hevesi kom úr páskamessu úr Hafnarfjarðarkirkju rétt fyrir klukkan tíu í morgun sá hann hvar minkur hljóp meðfram læknum við Strandgötu. Hann var með myndavél í vasanum, stillti hana á myndbandsupptöku og ákvað að veita minknum eftirför. Hann komst ansi nálægt dýrinu sem var nokkuð ráðvillt.

Hann segir ljóst að minkurinn hafi verið að leita leiða til að komast í vatn og hafðist það að lokum þegar hann fann glufu á steinveggi við Fjarðargötu og hljóp beint út í sjó.

László hefur búið í miðbæ Hafnarfjarðar í tíu ár og ekki séð mink þar áður. Hann sagði miðbæ Reykjavíkur hafa miðbæjarrottur en nú hefði miðbær Hafnarfjarðar miðbæjarmink. Þá mætti líta á minkinn, sem valdi sér páskadag til að spóka sig í bænum, sem sérhafnfirska páskakanínu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×