Jeep fyrir íslenskar aðstæður Finnur Thorlacius skrifar 21. mars 2013 09:01 Myndarlegur á 42 tommu dekkjum Jeep fékk Mopar í lið með sér til að breyta flestum framleiðslubílum sínum í torfærutröll. Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið. Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki. Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.Þessi ber nafnið Wrangler StichÞessi heitir Wrangler Mopar ReconJeep Cherokee TrailhawkWrangler Flattop Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent
Jeep fékk Mopar í lið með sér til að breyta flestum framleiðslubílum sínum í torfærutröll. Þó flestir jeppar sem framleiddir eru í dag séu vart færir um annað en rúlla eftir malbiki hefur Jeep ekki alveg gleymt uppruna sínum. Jeep fékk Mopar í lið með sér til að gera flesta framleiðslubíla sína að öðru og meira en farartæki til að skutlast á í mollið. Allir eru þeir komnir á gróf dekk í yfirstærð og vel vopnum búnir að flestu leiti. Tilefnið er jeppasýning sem árlega er haldin um páskana, "Easter Jeep Safari" í Moab í Utah-fylki og er hver bíll aðeins framleiddur í einu eintaki. Bíllinn sem sést hér kallar framleiðandinn Wrangler Sand Trooper II. Hann er með 5,7 lítra Hemi vél og situr á 42 tommu dekkjum sem hækkar hann hressilega frá jörðu. Hér að neðan sjást fleiri breyttir Jeep bílar að hætti Mopar.Þessi ber nafnið Wrangler StichÞessi heitir Wrangler Mopar ReconJeep Cherokee TrailhawkWrangler Flattop
Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli Innlent