Innlent

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði ónothæfur í einn mánuð á ári

Flugvöllur á Hólmsheiði yrði ónothæfur í rúmlega 28 daga á ári. Það jafnast á við að allt innanlandsflug lægi niðri í nærri heilan mánuð á hverju ári.

Þetta eru niðurstöður útreikninga Veðurstofunnar sem að beiðni Isavia reiknaði út svokallaðan nothæfisstuðul fyrir flugvöll á Hólmsheiði

Reikningarnir byggja á rannsóknum sem gerðar hafa verið í tengslum við hugmyndir um að flytja miðstöð innanlandsflugs úr Vatnsmýtrinn og upp á Hólmsheiði. Niðurstöður Veðurstofunnar eru þær að nothæfisstuðull flugvallar á Hólmsheiði er 92,8%.

„Enginn hannar miðstöð áætlunarflugs með svo lágan nothæfisstuðul," segir orðrétt og feitletrað í skýrslu Isavia.

Fyrri skýrslur tóku ekki tillit til alþjóðlegra krafna

Til samanburðar má nefna að Alþjóðaflugmálastofnunin gerir kröfu um að nothæfisstuðull sé að minnsta kosti 95% vegna hönnunar á áætlunarflugvöllum.

Nothæfisstuðull upp á tæp 93% þýðir á mannamáli að flugvöllurinn gæti ónothæfur vegna veðurs í rúmlega 28 daga á ári að jafnaði vegna veðurs í stað 1 - 2 daga á Reykjavíkurflugvelli. Það jafnast á við að allt innanlandsflug lægi niðri í nærri heilan mánuð. Við það myndir svo væntanlega bætast dagar þar sem flug er ófært á öðrum stöðum, svo sem á Ísafirði eða Vestmannaeyjum,

Við skýrslugerðina miðaði Veðurstofan við forsendur í skýrslu Hönnunar hf: „Framtíðarflugvallarstæði í Reykjavík" og kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um hámarkshliðarvind og útreiknuð aðflugslágmörk sem eru forsendur fyrir notkunargildi flugvalla.

„Fyrri skýrslur hafa ekki tekið tillit til allra ofangreindra þátta og því sýnt of háan nothæfisstuðul," segir í skýrslunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×