Innlent

Einn af sjö kálfum fæðast dauðir

14 prósent kálfa hér á landi fæðast dauðir ef marka má nýja skýrslu í nautgriparækt sem Grétar Hrafn Harðarson gerði fyrir á Vísindaþingi landbúnaðarins á dögunum.

Bændablaðið greinir frá þessu en þar kemur einnig fram að alls séu 37,5% allra kálfa sem fæðast á landinu undan heimanautum. Verulegur meirihluti kvíga fær fang með heimanautum eða 70,4%. Þá er 24% eldri nauta haldið við heimanaut.

Áberandi hæst hlutfall kvíga ber dauðum kálfum hér á landi. Holstein-Friesen kynið í Bandaríkjunum kemur næst með 12,1 prósent dauðra kálfa. Ekki er að sjá neinn meginmun á kálfadauða eftir því hvort kýr eru sæddar eða þeim haldið við heimanaut.

Nánar um málið í Bændablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×