Innlent

Vélsleða- og skíðamenn komu af stað snjóflóðum fyrir norðan

Vélsleðamenn og skíðamenn komu af stað nokkrum snjóflóðum norður á Tröllaskaga í gær og fyrradag, að sögn Veðurstofunnar, sem ítrekað hefur varað við mikilli snjóflóðahættu utan alfaraleiða á svæðinu.

Eftir því sem Fréttastofa kemst næst, sluppu viðkomandi með skrekkinn. Veðurstofan telur enn mikla snjóflóðahættu á svæðinu og sömuleiðis á Austfjörðum, þar sem nokkuð mörg flóð hafa fallið og eru upptök sumra þeirra mjög breið, að sögn Veðurstofu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×