Innlent

Geysir að drabbast niður

Strokkur á Geysissvæðinu.
Strokkur á Geysissvæðinu.
Einn fjölmennasti ferðamannastaður landsins, Geysir í Haukdal er allur að drabbast niður vegna ágangs ferðamanna enda breytist staðurinn í leirfor í bleytu.

Þetta segir Garðar Eiríksson, talsmaður landeigendafélags Geysis, sem vill hefja gjaldtöku á svæðinu sem fyrst til að standa undir uppbyggingu svæðisins.

„Við getum ekki búið við það að svæðið traðkist svo niður að það verði ekki það aðdráttarafl og perla íslenskrar náttúru sem við viljum að það sé," segir Garðar.

„Ferðamenn þurfa að vera á íslenskum gúmmístígvélum eins og bændur til forna," segir Garðar um það ástand sem skapast í bleytu á svæðinu. Hann er þeirrar skoðunar að svæðið verði ekki byggt upp með skattfé landsmanna.

„Það þarf ekki að vera hátt gjald," segir Garðar um hugmyndir um gjaldtöku á svæðinu. Þá hrósar hann Hveragerðisbæ fyrir áform sín að rukka inn í Hveragarðinn í bænum en aðgangseyrir verður 200 krónur.


Tengdar fréttir

Gjaldtaka á Suðurlandi hafin

Gestir í Hveragarðinn í Hveragerði þurfa að greiða 200 króna aðgangsgjald frá og með 15. maí. Tólf ára og yngri fá frítt inn. Þetta kemur fram í Bændablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×