Innlent

Umferðarslys í Hvalfirði

Löng bílaröð myndaðist á Þjóðvegi eitt.
Löng bílaröð myndaðist á Þjóðvegi eitt.
Tveir fólksbílar lentu í árekstri nærri bænum Gröf í Hvalfjarðarsveit um sjöleytið í kvöld. Tveir sjúkrabílar fluttu slasaða af vettvangi.

Fólksbílarnir skullu saman og höfnuðu útaf veginum hvor sínum megin. Tækjabíll frá slökkviliðinu á Akranesi var sendur á vettvang ásamt tveimur sjúkrabílum. Var umferð stöðvuð í báðar átti á Þjóðvegi eitt á meðan hinum slösuðu var komið um borð í sjúkrabílana.

Uppfært kl. 20:20 Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á Sjúkrahúsið og heilsugæslustöðina á Akranesi. Lögreglan á Akranesi staðfesti í samtali við Vísi að fólkið hefði ekki verið talið alvarlega slasað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×