Innlent

"Gjörsamlega nötraði í sætinu"

Uppselt var á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, Ungsveitar Sinfóníuhljómsveitar Íslands og nemenda úr Tónlistarskólanum á Akureyri í kvöld.

Hljóðfæraleikarar voru 75 á sviðinu í Hofi en Guðmundur Óli Gunnarsson mundaði sprotann og sá til þess að allir spiluðu saman í takt.

Á efnisskránni var Stjörnustríð eftir John Willams og Sinfónía nr. 6 eftir Tchaikovsky. Flutningurinn þótti einkennast af miklum krafti og það vakti hrifningu áheyranda að sjá svo margt ungt og efnilegt fólk á meðal hljóðfæraleika. Uppselt var á tónleikana og áheyrendur voru skemmtilega fjölbreyttir, m.a. mátti sjá marga unga Star Wars unnendur meðal þeirra. Einn áheyrandanna komst svo að orði:

„Maður gjörsamlega nötraði í sætinu sínu af ástríðu og krafti, upplifunin var sterk og útskýringar hljómsveitarstjórans um skyldleika og sögu verkanna voru alveg frábærar og juku á hughrifin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×