Innlent

Nánast öll skíðasvæði landsins opin

Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag.
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opið í dag. Mynd/ Vilhelm.
Opið er á nánast öllum skíðasvæðum landsins í dag og verða þau flest með skemmtidagskrá í tilefni páskanna. Gestir eru þegar farnir að renna sér í Bláfjöllum en þar verður opið til fimm í dag og sama gildir um skíðasvæði Ísafjarðarbæjar, Tindaöxl í Ólafsfirði, Böggvisstaðafjall við Dalvík og Oddskarð. Hlíðarfjall og skíðasvæðið í Tindastól lokar svo klukkutíma fyrr, eða klukkan fjögur. Þá verður Skálafell lokað í dag vegna snjóleysis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×