Innlent

Talið að hinn látni sé erlendur ferðamaður

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Talið er að maðurinn sem fannst látinn á Snæfellsnesi í gær, sé erlendur ferðamaður, að öllum líkindum frönskumælandi. Ekki er vitað nákvæmlega hver hann er. Talið er að hann hafi látist eftir 22. mars.

Það var klukkan fjögur í gær að lögreglunni á Snæfellsnesi barst tilkynning um látinn mann í neyðarskýlinu í Dritvík á Snæfellsnesi . Björgunarsveitarmaður í reglulegu eftirliti með neyðarskýlum tilkynnti um málið. Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi var kvödd til, svo og tæknideild lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Vettvangsrannsókn var gerð sem leiddi í ljós að lát mannsins hefur ekki borið að með saknæmum hætti.

Lögreglan biður alla þá sem geta gefið upplýsingar um hinn látna og eða um mannaferðir á síðustu dögum í Dritvík vinsamlegast hafði símasamband við lögregluna á Snæfellsnesi, eða Rannsóknardeild lögreglunnar á Akranesi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×