Innlent

Davíð mun eyða páskahelginni með fjölskyldunni

Höskuldur Kári Schram skrifar
Þóra og Davíð.
Þóra og Davíð.
Davíð Örn Bjarnason, sem var handtekinn í Tyrklandi í byrjun mánaðarins, kemur heim til Íslands á morgun. Hann ætlar að eyða páskahelginni með fjölskyldunni.

Davíð var handtekinn á flugvelli í Tyrklandi 8. mars síðastliðinn sakaður um að hafa ætlað að smygla fornmun úr landi.

Hann var leystur úr farbanni á mánudag og kemur til Íslands síðdegis á morgun. Hann verður þó að fara aftur til Tyrklands til að vera viðstaddur uppkvaðningu dómsins.

Þóra Björg Birgisdóttir, sambýliskona Davíðs, er að vonum glöð að Davíð sé að koma heim.

„Maður trúir því ekki að hann sé að koma heim. Þetta er mjög skrítið. Ég á örugglega ekki eftir að fatta að hann sé að koma fyrr en ég sé hann held ég," segir hún.

Davíð mun eyða páskahelginni með fjölskyldu sinni.

„Við erum í sumarbústað með fjölskyldunni minni. Ætli hann komi ekki hérna," segir hún.

Þóra vonast til þess að Davíð þurfi ekki að fara aftur til Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×