Toyota i-Road dansar á Rívíerunni Finnur Thorlacius skrifar 11. mars 2013 11:45 Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent
Er aðeins 85 sentimetra breiður og hallar sér vel í beygjur með nýrri tækni. Þriggja hjóla rafmagnssmábíllinn sem Toyota kynnti á bílasýningunni í Genf nýlega virðist hið skemmtilegast tæki og ætti að henta vel í þröngri borgarumferðinni víða á meginlandi Evrópu því hann er ekki nema 85 sentimetra breiður. Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir hann á sér sínar bestu hliðar og hreinlega dansar um götur einnar suðrænnar franskrar borgar. Fara þar saman fjórir i-Road bílar og mjög lunknir bílstjórar þeirra. Athyglivert er að sjá hversu mikið bílarnir halla inní beygjur, sem tryggir með því stöðugleika þeirra, en að sögn Toyota er það að þakka nýrri "Active Lean"-tækni sem þeir hafa þróað.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent