Víkingar íhuga að kæra Eyjamenn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. mars 2013 12:34 Mynd/Daníel Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur. Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Forráðamenn Víkings eru að skoða sín mál eftir að Fréttablaðið greindi frá því morgun að lykilmaður í liði ÍBV sé hér á landi í leyfisleysi. Nemanja Malovic er markahæsti leikmaður 1. deildar karla í handbolta og lykilmaður í toppliði ÍBV. Forráðamenn ÍBV sóttu hins vegar ekki um atvinnu- og dvalarleyfi fyrir hann í tæka tíð og því er hann hér á landi í trássi við landslög. Hann fékk hins vegar leikheimild hjá HSÍ. Samkvæmt núgildandi reglugerð gerir HSÍ ekki kröfur um að erlendir leikmenn sem koma frá löndum utan EES-svæðisins þurfi dvalar- og atvinnuleyfi til að fá leikheimild með íslenskum félögum. Haraldur V. Haraldsson, framkvæmdarstjóri Víkings, sagði að þetta mál hafi ekki lagst vel í forráðamenn félagsins. ÍBV, Stjarnan og Víkingur eru í þremur efstu sætum deildarinnar og í harðri baráttu um sæti í efstu deild. „Það kemur til greina að kæra Eyjamenn," sagði Haraldur. „Ég sé fyrir mér að dómstóll HSÍ muni ýta þessu máli frá en við værum þá reiðubúnir að fara með það fyrir almenna dómstóla. Það hefur ekki verið tekin ákvörðun um að kæra en það er vilji til að láta á það reyna." „Það er verið að leggja mikla vinnu í handboltann hér eins og á fleiri stöðum. Okkur þætti það ansi súrt ef ÍBV ætlar að koma sér upp á þennan hátt." ÍBV leikur gegn Þrótti í kvöld en Víkingur mætir Stjörnunni á sama tíma. Lykti síðarnefnda leiknum með jafntefli mun ÍBV tryggja sér sæti í efstu deild með sigri á Þrótturum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Malovic muni spila með Eyjamönnum í kvöld. „Þetta er flókið mál sem hefur áhrif á nánast öll lið í deildinni. Þetta gæti mögulega sett úrslitakeppni 1. deildarinnar úr skorðum," sagði Haraldur.
Handbolti Tengdar fréttir Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13 Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00 Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00 Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið Enski boltinn Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Körfubolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Fleiri fréttir Fagna nýjum samningi við Díönu rétt fyrir HM „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK Sjá meira
Leikmaður ÍBV fékk ekki landvistarleyfi Ivana Mladenovic hefur líklega spilað sinn síðasta leik með handboltaliði ÍBV hér á landi, þar sem landvistarleyfi hennar er útrunnið. 11. mars 2013 10:13
Annar leikmaður ÍBV í leyfisleysi á Íslandi Markahæsti leikmaður toppliðs 1. deildar karla, Nemanja Malovic hjá ÍBV, er hér á landi án þess að vera með atvinnu- og dvalarleyfi. Malovic er á leið úr landi og klárar ekki tímabilið. Formaður ÍBV segir að bæta þurfi vinnubrögð félagsins. 15. mars 2013 07:00
Verðum að framfylgja lögum Leikmaður kvennaliðs ÍBV í handbolta þurfti að yfirgefa landið í vikunni þar sem hún var ekki með atvinnu- og dvalarleyfi frá Vinnumálastofnun. Sambærilegt mál vegna annars leikmanns hjá ÍBV er í skoðun. 13. mars 2013 07:00