Mercedes Benz á smábílamarkaðinn Finnur Thorlacius skrifar 18. mars 2013 11:15 Smábíll Mercedes verður minni en A-Class en stærri en Smart bíllinn Yrði mitt á milli A-Class og Smart og ætti að keppa við Audi A1 og Mini. Að undanförnu hefur æ oftar heyrst að Mercedes Benz ætli sér að smíða enn minni bíl en fyrirtækið býður nú með A-Class bílnum. Yrði sá bíll á milli hans og Smart bílsins í stærð. Ætti hann að keppa við Audi A1 og Mini. Sá nýi yrði byggður á undirvagni sem Mercedes hefur þróað í samstarfi við Renault-Nissan. Svo langt á Mercedes að vera komið í áætlunum sínum að bíllinn hefur þegar fengið nafnið X-Class. Hann á að kosta undir 20.000 Evrum, eða 3,3 milljónir króna. Vélar bílsins verða annaðhvort þriggja strokka og eins lítra vél eða fjögurra strokka og 1,5 lítra vél. Sagt er að stefna Mercedes Benz sé að koma með bílinn til sölu árið 2018 og þá í þremur útgáfum, sem stallbakur, venjulegur sedan og smár jepplingur. Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent
Yrði mitt á milli A-Class og Smart og ætti að keppa við Audi A1 og Mini. Að undanförnu hefur æ oftar heyrst að Mercedes Benz ætli sér að smíða enn minni bíl en fyrirtækið býður nú með A-Class bílnum. Yrði sá bíll á milli hans og Smart bílsins í stærð. Ætti hann að keppa við Audi A1 og Mini. Sá nýi yrði byggður á undirvagni sem Mercedes hefur þróað í samstarfi við Renault-Nissan. Svo langt á Mercedes að vera komið í áætlunum sínum að bíllinn hefur þegar fengið nafnið X-Class. Hann á að kosta undir 20.000 Evrum, eða 3,3 milljónir króna. Vélar bílsins verða annaðhvort þriggja strokka og eins lítra vél eða fjögurra strokka og 1,5 lítra vél. Sagt er að stefna Mercedes Benz sé að koma með bílinn til sölu árið 2018 og þá í þremur útgáfum, sem stallbakur, venjulegur sedan og smár jepplingur.
Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent