Corolla og Civic slá út Focus og Cruze Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 16:45 Toyota Corolla var söluhæstur í febrúar í Bandaríkjunum í sínum flokki Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza. Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent
Í fyrra var Civic söluhæstur í þessum stærðarflokki vestanhafs og Focus í öðru sæti. Mjög grannt er fylgst með sölu einstakra tegunda bíla í Bandaríkjunum og birtast tölur mjög fljótlega eftir hver mánaðarmót. Í flokki smærri fjölskyldubíla, sem er mjög söluhár flokkur bíla, var Toyota Corolla söluhæstur í febrúar með 25 þúsund bíla og Honda Civic annar með 23 þúsund. Í fyrra náði Civic fyrsta sætinu með 27 þúsund bíla en Ford Focus var þá í öðru sæti með sölu 23 þúsund bíla. Þriðja og fjórða sætið nú verma Fod Focus og Chevrolet Cruze með 21 og 18 þúsund bíla sölu. Í því fimmta er Hyundai Elantra, svo Volkswagen Golf (sem heitir Jetta þar vestra), þá Mazda 3 og í því áttunda Nissan Sentra.Níunda og tíunda sætið fylla svo Dodge Dart og Subaru Impreza.
Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent