Segir deiluna ekki við sig heldur fagfólk SÁÁ 5. mars 2013 13:53 Gunnar Smári Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir það ekki rétt að hann eigi sérstaklega í samstarfsörðugleikum við Kvenfélag SÁÁ, en félagið hefur boðað að þær hyggist leggja það niður í núverandi mynd og stofna nýtt félag fyrir utan SÁÁ. Ástæðan sem þær gefa upp í tilkynningu eru samstarfsörðugleikar við formann SÁÁ, Gunnar Smára. "Þetta er í sjálfu sér ekki ég. Það eina sem ég gerði var að færa þeim skilaboð frá stjórninni og samtökunum og þær virðast hafa tekið það upp persónulega við mig," segir Gunnar Smári. Hann segir að kvenfélagið hafi verið með ályktanir um fíkn og meðferðarúrræði. "Þetta var nokkuð sem féll ekki að stefnu SÁÁ og fagfólki okkar þótti rangt," segir Gunnar Smári. Hann segir rót samstarfsörðugleikanna faglegan og ekki hafa neitt með sig eða sýna persónu að gera. Hann bendir á að hér hafi verið kynjaskipt meðferð í átján ár. Það hafi verið ein af fyrstu kynjaskiptu meðferðarúrræðunum sem voru í boði í heiminum. Þess má þó geta að afeitrunin á Vogi, sem tekur tíu daga, er ekki kynjaskipt eins og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gagnrýndi í viðtali við Vísi í dag. Gunnar Smári segir ágreininginn að hluta til vera sá að kvenfélagið leit á sig sem sjálfstætt félag. Hann segir SÁÁ eitt félag og undir því séu ekki sjálfstæðar undirdeildir sem vinni út frá eigin hugmyndum. Spurður hvort það sé ekki bagalegt að missa konurnar út úr SÁÁ svarar Gunnar Smári því til að honum finnist það ekki endilega vera svo. Hann segir þær hafa ákveðnar hugmyndir um það hvernig úrræðin eiga að vera, það séu úrræði sem fagfólk innan SÁÁ sé ekki sammála, að sögn Gunnars Smára. Hann segir þeim frjálst að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, og slíkt gæti aukið á fjölbreytni meðferðarúrræða, en félagið, sem verður stofnað 8. mars næstkomandi, stefnir að því að starfrækja slíka meðferð í framtíðinni. "Aðalbaráttumál okkar er að meðferðin sé góð og að réttindi þeirra sem þangað leita séu varin," segir Gunnar Smári að lokum. Tengdar fréttir Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. 5. mars 2013 13:14 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir það ekki rétt að hann eigi sérstaklega í samstarfsörðugleikum við Kvenfélag SÁÁ, en félagið hefur boðað að þær hyggist leggja það niður í núverandi mynd og stofna nýtt félag fyrir utan SÁÁ. Ástæðan sem þær gefa upp í tilkynningu eru samstarfsörðugleikar við formann SÁÁ, Gunnar Smára. "Þetta er í sjálfu sér ekki ég. Það eina sem ég gerði var að færa þeim skilaboð frá stjórninni og samtökunum og þær virðast hafa tekið það upp persónulega við mig," segir Gunnar Smári. Hann segir að kvenfélagið hafi verið með ályktanir um fíkn og meðferðarúrræði. "Þetta var nokkuð sem féll ekki að stefnu SÁÁ og fagfólki okkar þótti rangt," segir Gunnar Smári. Hann segir rót samstarfsörðugleikanna faglegan og ekki hafa neitt með sig eða sýna persónu að gera. Hann bendir á að hér hafi verið kynjaskipt meðferð í átján ár. Það hafi verið ein af fyrstu kynjaskiptu meðferðarúrræðunum sem voru í boði í heiminum. Þess má þó geta að afeitrunin á Vogi, sem tekur tíu daga, er ekki kynjaskipt eins og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gagnrýndi í viðtali við Vísi í dag. Gunnar Smári segir ágreininginn að hluta til vera sá að kvenfélagið leit á sig sem sjálfstætt félag. Hann segir SÁÁ eitt félag og undir því séu ekki sjálfstæðar undirdeildir sem vinni út frá eigin hugmyndum. Spurður hvort það sé ekki bagalegt að missa konurnar út úr SÁÁ svarar Gunnar Smári því til að honum finnist það ekki endilega vera svo. Hann segir þær hafa ákveðnar hugmyndir um það hvernig úrræðin eiga að vera, það séu úrræði sem fagfólk innan SÁÁ sé ekki sammála, að sögn Gunnars Smára. Hann segir þeim frjálst að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, og slíkt gæti aukið á fjölbreytni meðferðarúrræða, en félagið, sem verður stofnað 8. mars næstkomandi, stefnir að því að starfrækja slíka meðferð í framtíðinni. "Aðalbaráttumál okkar er að meðferðin sé góð og að réttindi þeirra sem þangað leita séu varin," segir Gunnar Smári að lokum.
Tengdar fréttir Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. 5. mars 2013 13:14 Mest lesið Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada Erlent Fleiri fréttir Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Sjá meira
Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. 5. mars 2013 13:14