Segir deiluna ekki við sig heldur fagfólk SÁÁ 5. mars 2013 13:53 Gunnar Smári Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir það ekki rétt að hann eigi sérstaklega í samstarfsörðugleikum við Kvenfélag SÁÁ, en félagið hefur boðað að þær hyggist leggja það niður í núverandi mynd og stofna nýtt félag fyrir utan SÁÁ. Ástæðan sem þær gefa upp í tilkynningu eru samstarfsörðugleikar við formann SÁÁ, Gunnar Smára. "Þetta er í sjálfu sér ekki ég. Það eina sem ég gerði var að færa þeim skilaboð frá stjórninni og samtökunum og þær virðast hafa tekið það upp persónulega við mig," segir Gunnar Smári. Hann segir að kvenfélagið hafi verið með ályktanir um fíkn og meðferðarúrræði. "Þetta var nokkuð sem féll ekki að stefnu SÁÁ og fagfólki okkar þótti rangt," segir Gunnar Smári. Hann segir rót samstarfsörðugleikanna faglegan og ekki hafa neitt með sig eða sýna persónu að gera. Hann bendir á að hér hafi verið kynjaskipt meðferð í átján ár. Það hafi verið ein af fyrstu kynjaskiptu meðferðarúrræðunum sem voru í boði í heiminum. Þess má þó geta að afeitrunin á Vogi, sem tekur tíu daga, er ekki kynjaskipt eins og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gagnrýndi í viðtali við Vísi í dag. Gunnar Smári segir ágreininginn að hluta til vera sá að kvenfélagið leit á sig sem sjálfstætt félag. Hann segir SÁÁ eitt félag og undir því séu ekki sjálfstæðar undirdeildir sem vinni út frá eigin hugmyndum. Spurður hvort það sé ekki bagalegt að missa konurnar út úr SÁÁ svarar Gunnar Smári því til að honum finnist það ekki endilega vera svo. Hann segir þær hafa ákveðnar hugmyndir um það hvernig úrræðin eiga að vera, það séu úrræði sem fagfólk innan SÁÁ sé ekki sammála, að sögn Gunnars Smára. Hann segir þeim frjálst að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, og slíkt gæti aukið á fjölbreytni meðferðarúrræða, en félagið, sem verður stofnað 8. mars næstkomandi, stefnir að því að starfrækja slíka meðferð í framtíðinni. "Aðalbaráttumál okkar er að meðferðin sé góð og að réttindi þeirra sem þangað leita séu varin," segir Gunnar Smári að lokum. Tengdar fréttir Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. 5. mars 2013 13:14 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ, segir það ekki rétt að hann eigi sérstaklega í samstarfsörðugleikum við Kvenfélag SÁÁ, en félagið hefur boðað að þær hyggist leggja það niður í núverandi mynd og stofna nýtt félag fyrir utan SÁÁ. Ástæðan sem þær gefa upp í tilkynningu eru samstarfsörðugleikar við formann SÁÁ, Gunnar Smára. "Þetta er í sjálfu sér ekki ég. Það eina sem ég gerði var að færa þeim skilaboð frá stjórninni og samtökunum og þær virðast hafa tekið það upp persónulega við mig," segir Gunnar Smári. Hann segir að kvenfélagið hafi verið með ályktanir um fíkn og meðferðarúrræði. "Þetta var nokkuð sem féll ekki að stefnu SÁÁ og fagfólki okkar þótti rangt," segir Gunnar Smári. Hann segir rót samstarfsörðugleikanna faglegan og ekki hafa neitt með sig eða sýna persónu að gera. Hann bendir á að hér hafi verið kynjaskipt meðferð í átján ár. Það hafi verið ein af fyrstu kynjaskiptu meðferðarúrræðunum sem voru í boði í heiminum. Þess má þó geta að afeitrunin á Vogi, sem tekur tíu daga, er ekki kynjaskipt eins og Ilmur Kristjánsdóttir leikkona gagnrýndi í viðtali við Vísi í dag. Gunnar Smári segir ágreininginn að hluta til vera sá að kvenfélagið leit á sig sem sjálfstætt félag. Hann segir SÁÁ eitt félag og undir því séu ekki sjálfstæðar undirdeildir sem vinni út frá eigin hugmyndum. Spurður hvort það sé ekki bagalegt að missa konurnar út úr SÁÁ svarar Gunnar Smári því til að honum finnist það ekki endilega vera svo. Hann segir þær hafa ákveðnar hugmyndir um það hvernig úrræðin eiga að vera, það séu úrræði sem fagfólk innan SÁÁ sé ekki sammála, að sögn Gunnars Smára. Hann segir þeim frjálst að reyna fyrir sér á nýjum vettvangi, og slíkt gæti aukið á fjölbreytni meðferðarúrræða, en félagið, sem verður stofnað 8. mars næstkomandi, stefnir að því að starfrækja slíka meðferð í framtíðinni. "Aðalbaráttumál okkar er að meðferðin sé góð og að réttindi þeirra sem þangað leita séu varin," segir Gunnar Smári að lokum.
Tengdar fréttir Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. 5. mars 2013 13:14 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB Erlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Sjá meira
Segir ekkert pláss fyrir kvenfélagið innan SÁÁ Það er dálítið djúpt á þessu, við erum ekki alveg búnar að átta okkur á andstöðunni,“ segir Ilmur Kristjánsdóttir leikkona, sem ásamt sjö öðrum konum vinna að stofnun nýs félags, sem hefur fengið nafnið Rótin – félag um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Þarna vísar Ilmur í átök kvennanna við formann SÁÁ. Félagið, sem til stendur að stofna fyrir utan SÁÁ, hét áður kvenfélag SÁÁ. 5. mars 2013 13:14