Íslendingar á fremsta bekk þegar halastjarna skýst yfir himininn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 5. mars 2013 14:56 Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. MYND/GETTY Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Halastjarnan PANSTARRS mun gleðja augu jarðarbúa seinna í þessum mánuði. Stjarnan verður sjáanleg berum augum frá norðurhveli jarðar og því má segja að Íslendingar séu fremsta bekk þegar fyrirbærið þýtur framhjá jörðinni. Sævar Helgi Bragason, hjá Stjörnufræðivefnum og formaður formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, segir atburðinn vera nokkuð merkilegan enda var það síðast árið 2007 sem Íslendingar sáu síðast slíkt fyrirbæri. „PANSTARRS verður næst sólinni þann 12. mars. Í kjölfarið mun hún dofna nokkuð en ætti að haldast sjáanleg út mánuðinn," segir Sævar Helgi og ítrekar að um nokkuð magnað sjónarspil verði að ræða. „Fyrst um sinn verður hún sjáanleg í ljósaskiptunum. Síðan mun hún hækka nokkuð á himni og verður í kjölfarið áberandi fram eftir nóttu."Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla.MYND/GETTYEkki er þörf á sjónauka til að sjá PANSTARRS. Engu að síður er nauðsynlegt fyrir forvitna stjörnuáhugamenn að koma sér fyrir á góðum stað þar sem ekkert byrgir sín, enda verður halastjarnan lágt á himni í fyrstu. „Það er um að gera fyrir fólk að horfa í vesturátt við sólsetur," segir Sævar Helgi. „Þetta verður afar fallegt. Slíkir atburðir hafa ávallt vakið mikla athygli enda er hali stjörnunnar bjartur." Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness mun bjóða fólki að fylgjast með PANSTARRS í Valhúsaskóla en þar er fyrirtaks útsýni í vestur. En þó svo að koma PANSTARRS sé að mörgu leyti söguleg stund er hún aðeins upphitun fyrir glæsilegt fyrirbæri sem mun sjást á himni seinna á þessu ári. Í nóvember mun hjalastjarnan mikla ISON skjótast framhjá Jörðinni en miklar vonir eru bundnar við komu hennar. Rætist spár stjörnufræðinga gæti ISON orði fegursta stjarna sem prýtt hefur himininn um árabil. Hægt er að nálgast ítarlegar upplýsingar um PANSTARRS, ISON og halastjörnur almennt á Stjörnufræðivefnum. Hér fyrir neðan er síðan hægt að nálgast Sjónaukann en þar fer Sævar Helgi og fleiri yfir það helsta sem á sér stað í geimnum í mars.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir