Jákvæður tónn á fundi formanna - stefna á annan fund 5. mars 2013 15:48 Frá fundi formanna. MYND / GVA Fundi formanna stjórnmálaflokkanna er lokið en hann virðist hafa verið jákvæður. Stefnt er á að hittast aftur og ræða málin betur síðar en engin dagsetning er komin á nýjan fund. Á fundinum var meðal annars rætt um lyktir stjórnarskrármálsins, en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reifaði þá hugmynd fyrr í vikunni að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar yrði frestað. „Við fórum yfir stöðuna og ræddum möguleikann til þess að ljúka öllum þessum málum sem liggja fyrir," sagði Árni Páll skömmu eftir að fundi formanna stjórnmálaflokkanna lauk á Alþingi. Þar var meðal annars rætt um það hvort flokkarnir gætu klárað stjórnarskrármálið fyrir þinglok sem verða 15. mars næstkomandi. Árni Páll segir að andrúmsloftið á fundinum hafa verið jákvætt en segist ekki geta farið nákvæmlega út í það sem fram fór á fundinum. „Menn voru allavega tilbúnir að ræða þetta og við ræðum málið áfram. Við munum örugglega hittast áfram," sagði Árni Páll og sagði stöðuna ansi opna. Spurður hvort Hreyfingin væri ósátt við það sem fram fór á fundinum, en Birgitta Jónsdóttir sat fyrir hönd Hreyfingarinnar á fundinum, sagðist hann ekki geta talað fyrir hönd annarra. Birgitta neitaði að tjá sig um fundinn á eftir og sagðist fyrst þurfa að útskýra fyrir þingflokknum hvað þar fór fram. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur hótað að leggja aftur fram vantrauststillögu verði stjórnarskrármálinu lokið á þessu þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng og Árni Páll og sagði tóninn á fundinum hafa verið góðan. „Fólk er reiðubúið að skoða leiðir í þessu," sagði hún og sagði áframhaldandi samskipti verða á milli formannanna þó svo að næsti fundur hafi ekki verið ákveðinn. Bjarni Benediktsson segir djúpan ágreining um stjórnarskrármálið en sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki ætla að skella neinum hurðum. Hann tók aftur á móti skýrt fram að það væri ekki hægt að binda hendur næstu ríkisstjórnar. Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Fundi formanna stjórnmálaflokkanna er lokið en hann virðist hafa verið jákvæður. Stefnt er á að hittast aftur og ræða málin betur síðar en engin dagsetning er komin á nýjan fund. Á fundinum var meðal annars rætt um lyktir stjórnarskrármálsins, en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reifaði þá hugmynd fyrr í vikunni að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar yrði frestað. „Við fórum yfir stöðuna og ræddum möguleikann til þess að ljúka öllum þessum málum sem liggja fyrir," sagði Árni Páll skömmu eftir að fundi formanna stjórnmálaflokkanna lauk á Alþingi. Þar var meðal annars rætt um það hvort flokkarnir gætu klárað stjórnarskrármálið fyrir þinglok sem verða 15. mars næstkomandi. Árni Páll segir að andrúmsloftið á fundinum hafa verið jákvætt en segist ekki geta farið nákvæmlega út í það sem fram fór á fundinum. „Menn voru allavega tilbúnir að ræða þetta og við ræðum málið áfram. Við munum örugglega hittast áfram," sagði Árni Páll og sagði stöðuna ansi opna. Spurður hvort Hreyfingin væri ósátt við það sem fram fór á fundinum, en Birgitta Jónsdóttir sat fyrir hönd Hreyfingarinnar á fundinum, sagðist hann ekki geta talað fyrir hönd annarra. Birgitta neitaði að tjá sig um fundinn á eftir og sagðist fyrst þurfa að útskýra fyrir þingflokknum hvað þar fór fram. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur hótað að leggja aftur fram vantrauststillögu verði stjórnarskrármálinu lokið á þessu þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng og Árni Páll og sagði tóninn á fundinum hafa verið góðan. „Fólk er reiðubúið að skoða leiðir í þessu," sagði hún og sagði áframhaldandi samskipti verða á milli formannanna þó svo að næsti fundur hafi ekki verið ákveðinn. Bjarni Benediktsson segir djúpan ágreining um stjórnarskrármálið en sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki ætla að skella neinum hurðum. Hann tók aftur á móti skýrt fram að það væri ekki hægt að binda hendur næstu ríkisstjórnar.
Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Erlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Erlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Fleiri fréttir Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir