Jákvæður tónn á fundi formanna - stefna á annan fund 5. mars 2013 15:48 Frá fundi formanna. MYND / GVA Fundi formanna stjórnmálaflokkanna er lokið en hann virðist hafa verið jákvæður. Stefnt er á að hittast aftur og ræða málin betur síðar en engin dagsetning er komin á nýjan fund. Á fundinum var meðal annars rætt um lyktir stjórnarskrármálsins, en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reifaði þá hugmynd fyrr í vikunni að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar yrði frestað. „Við fórum yfir stöðuna og ræddum möguleikann til þess að ljúka öllum þessum málum sem liggja fyrir," sagði Árni Páll skömmu eftir að fundi formanna stjórnmálaflokkanna lauk á Alþingi. Þar var meðal annars rætt um það hvort flokkarnir gætu klárað stjórnarskrármálið fyrir þinglok sem verða 15. mars næstkomandi. Árni Páll segir að andrúmsloftið á fundinum hafa verið jákvætt en segist ekki geta farið nákvæmlega út í það sem fram fór á fundinum. „Menn voru allavega tilbúnir að ræða þetta og við ræðum málið áfram. Við munum örugglega hittast áfram," sagði Árni Páll og sagði stöðuna ansi opna. Spurður hvort Hreyfingin væri ósátt við það sem fram fór á fundinum, en Birgitta Jónsdóttir sat fyrir hönd Hreyfingarinnar á fundinum, sagðist hann ekki geta talað fyrir hönd annarra. Birgitta neitaði að tjá sig um fundinn á eftir og sagðist fyrst þurfa að útskýra fyrir þingflokknum hvað þar fór fram. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur hótað að leggja aftur fram vantrauststillögu verði stjórnarskrármálinu lokið á þessu þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng og Árni Páll og sagði tóninn á fundinum hafa verið góðan. „Fólk er reiðubúið að skoða leiðir í þessu," sagði hún og sagði áframhaldandi samskipti verða á milli formannanna þó svo að næsti fundur hafi ekki verið ákveðinn. Bjarni Benediktsson segir djúpan ágreining um stjórnarskrármálið en sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki ætla að skella neinum hurðum. Hann tók aftur á móti skýrt fram að það væri ekki hægt að binda hendur næstu ríkisstjórnar. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Fundi formanna stjórnmálaflokkanna er lokið en hann virðist hafa verið jákvæður. Stefnt er á að hittast aftur og ræða málin betur síðar en engin dagsetning er komin á nýjan fund. Á fundinum var meðal annars rætt um lyktir stjórnarskrármálsins, en Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, reifaði þá hugmynd fyrr í vikunni að heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar yrði frestað. „Við fórum yfir stöðuna og ræddum möguleikann til þess að ljúka öllum þessum málum sem liggja fyrir," sagði Árni Páll skömmu eftir að fundi formanna stjórnmálaflokkanna lauk á Alþingi. Þar var meðal annars rætt um það hvort flokkarnir gætu klárað stjórnarskrármálið fyrir þinglok sem verða 15. mars næstkomandi. Árni Páll segir að andrúmsloftið á fundinum hafa verið jákvætt en segist ekki geta farið nákvæmlega út í það sem fram fór á fundinum. „Menn voru allavega tilbúnir að ræða þetta og við ræðum málið áfram. Við munum örugglega hittast áfram," sagði Árni Páll og sagði stöðuna ansi opna. Spurður hvort Hreyfingin væri ósátt við það sem fram fór á fundinum, en Birgitta Jónsdóttir sat fyrir hönd Hreyfingarinnar á fundinum, sagðist hann ekki geta talað fyrir hönd annarra. Birgitta neitaði að tjá sig um fundinn á eftir og sagðist fyrst þurfa að útskýra fyrir þingflokknum hvað þar fór fram. Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar, hefur hótað að leggja aftur fram vantrauststillögu verði stjórnarskrármálinu lokið á þessu þingi. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tók í sama streng og Árni Páll og sagði tóninn á fundinum hafa verið góðan. „Fólk er reiðubúið að skoða leiðir í þessu," sagði hún og sagði áframhaldandi samskipti verða á milli formannanna þó svo að næsti fundur hafi ekki verið ákveðinn. Bjarni Benediktsson segir djúpan ágreining um stjórnarskrármálið en sagði Sjálfstæðisflokkinn ekki ætla að skella neinum hurðum. Hann tók aftur á móti skýrt fram að það væri ekki hægt að binda hendur næstu ríkisstjórnar.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira