Innlent

Truflun á suðvesturlandi olli rafmagnsleysinu

Mikilla truflana og straumleysis varð vart hjá rafmagnsnotendum á Norður- og Austurlandi í dag. Ástæðuna má rekja til truflunar hjá stórnotanda á suðvesturlandi.

Í tilkynningu frá Landsneti segir að truflunin hafi átt sér stað klukkan 12:29 sem olli miklum aflsveiflum á byggðalínu.

„Þetta leiddi til mikilla truflana og straumleysis hjá notendum á Norður- og Austurlandi á svæðinu frá Blöndu og að Hornafirði.

Farið var strax að koma rafmagni til notenda og voru allir notendur tengdir flutningskerfi Landsnets komnir með straum kl. 13:19."

Unnið er að nánari greiningu á atburðarrás truflunarinnar.


Tengdar fréttir

Rafmagnslaust fyrir norðan og austan

Rafmagnslaust varð víða á Norður- og Austurlandi rétt eftir hádegi í dag. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×