Innlent

Rafmagnslaust fyrir norðan og austan

Rafmagnslaust varð víða á Norður- og Austurlandi rétt eftir hádegi í dag. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins.

Að sögn fulltrúa Landsnets er ekki vitað hvað olli trufluninni en hún á að hafa náð yfir allt svæðið austan við Blöndu og að Sigöldu.

Rafmagn komst fljótlega á aftur víðast hvar á Norðurlandi en enn er víða rafmagnslaust á Austurlandi. Fulltrúi Landsnets segir að verið sé að koma rafmagni á aftur og vonast til þess að það takist fljótlega.

Uppfært klukkan 16:50

Fulltrúi Landsnets hefur staðfest við Rúv að rafmagn sé komið á alls staðar að nýju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×