Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur 25. febrúar 2013 10:08 Skemmtiferðaskip við Íslandsstrendur. Myndin er úr safni. „Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum," segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. Helstu kostir hugmyndarinnar að mati Þóris eru þær að samkvæmt nýlegum breytingum á tollalögum eru skemmtiferðaskip undanþegin virðisaukaskatti og öllum öðrum gjöldum. „Sem gerir hugmyndina mjög raunhæfa," bætir hann við. Ekki nóg með það heldur verður mögulegt að starfrækja tollfrjálsa sölu um borð í skipunum, spilavíti og næturklúbba. Allt þetta yrði óháð íslenskum lögum þar sem skipin væru skráð á erlendri grundu. „Við erum ekki tilbúnir að gefa upp hvaða fyrirtæki við erum að semja við," segir Þórir spurður hvaða fyrirtæki þeir hyggist semja við um siglingar hér á landi. Spurður hvort það standi ekki örugglega til þess að hefja slíka starfsemi hér á landi, svarar Þórir: „Jújú, ekki spurning." Iceland Excursion segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun að ýmsar stærðir skemmtiferðaskipa koma til greina, allt frá litlum 120 farþega skipum yfir í 1.500 til 2.000 farþega skip. Þórir segir að þetta verði ágæt viðbót við þá fjölbreyttu flóru sem finna má í ferðaiðnaði hér á landi. Þá skemmir ekki fyrir, að hans mati, að Íslendingar geti nýtt sér þessar „fljótandi skattaparadísir" eins og hann orðar það, en tollfrjáls varningur ætti að höfða til Íslendinganna að mati Þóris. Aðspurður hvort þetta gangi ekki gegn anda laganna, sem voru líklega ekki hugsuð með það í huga að flytja inn fljótandi spilavíti og næturklúbba, svarar Þórir að svona séu lögin. Það sé í raun ekki mikið flóknara en það. Stefnt er á að hefja starfsemi sumarið 2014. Tengdar fréttir Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
„Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum," segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. Helstu kostir hugmyndarinnar að mati Þóris eru þær að samkvæmt nýlegum breytingum á tollalögum eru skemmtiferðaskip undanþegin virðisaukaskatti og öllum öðrum gjöldum. „Sem gerir hugmyndina mjög raunhæfa," bætir hann við. Ekki nóg með það heldur verður mögulegt að starfrækja tollfrjálsa sölu um borð í skipunum, spilavíti og næturklúbba. Allt þetta yrði óháð íslenskum lögum þar sem skipin væru skráð á erlendri grundu. „Við erum ekki tilbúnir að gefa upp hvaða fyrirtæki við erum að semja við," segir Þórir spurður hvaða fyrirtæki þeir hyggist semja við um siglingar hér á landi. Spurður hvort það standi ekki örugglega til þess að hefja slíka starfsemi hér á landi, svarar Þórir: „Jújú, ekki spurning." Iceland Excursion segir í tilkynningu sem send var á fjölmiðla í morgun að ýmsar stærðir skemmtiferðaskipa koma til greina, allt frá litlum 120 farþega skipum yfir í 1.500 til 2.000 farþega skip. Þórir segir að þetta verði ágæt viðbót við þá fjölbreyttu flóru sem finna má í ferðaiðnaði hér á landi. Þá skemmir ekki fyrir, að hans mati, að Íslendingar geti nýtt sér þessar „fljótandi skattaparadísir" eins og hann orðar það, en tollfrjáls varningur ætti að höfða til Íslendinganna að mati Þóris. Aðspurður hvort þetta gangi ekki gegn anda laganna, sem voru líklega ekki hugsuð með það í huga að flytja inn fljótandi spilavíti og næturklúbba, svarar Þórir að svona séu lögin. Það sé í raun ekki mikið flóknara en það. Stefnt er á að hefja starfsemi sumarið 2014.
Tengdar fréttir Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Innlent Fleiri fréttir Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Sjá meira
Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59