Árni Þór: Bagalegt ef menn ganga á lagið strax 25. febrúar 2013 11:35 Árni Þór Sigurðsson. „Það er alveg ljóst að tilgangur laganna er að koma til móts við skemmtiferðaskip sem sigla í kringum landið," segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann kom í gegn breytingum á tollalögum á síðasta ári sem gerði skemmtiferðaskipum, skráðum í útlöndum, kleift að gera út tollfrjálst hér við land í allt að fjóra mánuði á ári. Ferðafyrirtækið Iceland Excursion segir í tilkynningu að tvö erlend fyrirtæki, sem gera út skemmtiferðaskip, hafi óskað eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið. Hugmynd útgerðarfyrirtækjanna er að bjóða Íslendingum jafnt sem útlendingum upp á tollfrjálsar siglingar í kringum landið. Þetta myndi þýða að Íslendingar gætu siglt í kringum landið, spila í spilavítum skipanna og keypt tollfrjálsar vörur. Svo eru einnig næturklúbbar á þessum skipum. Íslensk lög myndu ekki ná yfir spilavítin, sem eru ólögleg hér á landi, eða næturklúbbana, en ströng lög gilda um skemmtanahald hér á landi. Árni Þór segir að ef einhverjir ætli sér að fara gegn anda laganna, og nýta sér þá með óeðlilegum hætti, þá þurfi að skoða það sérstaklega. „Tilgangurinn er ekki sá að þeir geti lagt við bryggju sumarlangt og verið í samkeppni við starfsemi í landi," segir Árni Þór sem áréttar þó að hann hafi ekki kynnt sér hugmyndir fyrirtækisins til fulls. Hann segir að það hafi þó komið ábending frá tollstjóra á sínum tíma varðandi þetta, svo sem með spilavítin. „Tollstjóranum var þá falið að setja nánari reglur um þetta," segir Árni Þór sem veit þó ekki hvernig þeirri vinnu lyktaði. „En ef menn telja að það sé verið að fara út fyrir það sem hugsað var um í lögunum, eða þetta skekki samkeppnisstöðuna, þá verður að fara yfir það á nýjan leik," segir Árni Þór og bætir við: „Og það er bagalegt ef menn ganga á lagið strax." Tengdar fréttir Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59 Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur "Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. 25. febrúar 2013 10:08 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Það er alveg ljóst að tilgangur laganna er að koma til móts við skemmtiferðaskip sem sigla í kringum landið," segir Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann kom í gegn breytingum á tollalögum á síðasta ári sem gerði skemmtiferðaskipum, skráðum í útlöndum, kleift að gera út tollfrjálst hér við land í allt að fjóra mánuði á ári. Ferðafyrirtækið Iceland Excursion segir í tilkynningu að tvö erlend fyrirtæki, sem gera út skemmtiferðaskip, hafi óskað eftir samstarfi við ferðaþjónustufyrirtækið. Hugmynd útgerðarfyrirtækjanna er að bjóða Íslendingum jafnt sem útlendingum upp á tollfrjálsar siglingar í kringum landið. Þetta myndi þýða að Íslendingar gætu siglt í kringum landið, spila í spilavítum skipanna og keypt tollfrjálsar vörur. Svo eru einnig næturklúbbar á þessum skipum. Íslensk lög myndu ekki ná yfir spilavítin, sem eru ólögleg hér á landi, eða næturklúbbana, en ströng lög gilda um skemmtanahald hér á landi. Árni Þór segir að ef einhverjir ætli sér að fara gegn anda laganna, og nýta sér þá með óeðlilegum hætti, þá þurfi að skoða það sérstaklega. „Tilgangurinn er ekki sá að þeir geti lagt við bryggju sumarlangt og verið í samkeppni við starfsemi í landi," segir Árni Þór sem áréttar þó að hann hafi ekki kynnt sér hugmyndir fyrirtækisins til fulls. Hann segir að það hafi þó komið ábending frá tollstjóra á sínum tíma varðandi þetta, svo sem með spilavítin. „Tollstjóranum var þá falið að setja nánari reglur um þetta," segir Árni Þór sem veit þó ekki hvernig þeirri vinnu lyktaði. „En ef menn telja að það sé verið að fara út fyrir það sem hugsað var um í lögunum, eða þetta skekki samkeppnisstöðuna, þá verður að fara yfir það á nýjan leik," segir Árni Þór og bætir við: „Og það er bagalegt ef menn ganga á lagið strax."
Tengdar fréttir Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59 Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur "Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. 25. febrúar 2013 10:08 Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Boða tollfrjálsar siglingar um landið með skemmtiferðaskipum Tvær erlendar útgerðir skemmtiferðaskipa hafa óskað eftir samstarfi við ferðaþjónusutfyrirtækið Iceland Excursions um að hefja tollfrjálsar siglingar umhverfis landið. 25. febrúar 2013 08:59
Stefna á að starfrækja fljótandi spilavíti við Íslandsstrendur "Við sjáum tækifæri í sjóferðamennsku sem fer mjög vaxandi í heiminum,“ segir Þórir Garðarsson, markaðsstjóri ferðafyrirtækisins Iceland Excursion, en fyrirtækið stefnir á samstarf við skemmtiferðaskip skráð erlendis sem væri hægt að nýta til skemmtiferðasiglinga um íslandsstrendur. 25. febrúar 2013 10:08