Ingó hættur í meðferð við hvítblæði - Langar að taka myndir af Kötlugosi 25. febrúar 2013 14:51 Ingólfur Júlíusson tók mikið af myndum í hruninu fyrir Reuters. „Það var dálítið „heavy" að fá fréttirnar," segir ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson sem hefur barist við hvítblæði síðustu mánuði. Í síðustu viku tilkynnti Ingó, eins og hann er að jafnan kallaður, á facebook að ekki hefði tekist að lækna hvítblæðið og því hafi meðferð verið hætt. Ingólfur hefur því fengið úrskurð frá lækni um að hann eigi nokkra mánuði eftir ólifaða. Ingó segist þó ekki vera búinn að afskrifa sig sjálfan, „ég er pollrólegur yfir þessu og eyði núna bara tíma með fjölskyldunni," bætir hann við. Lesendur kannast kannski helst við Ingó í gegnum myndir sem hann hefur tekið fyrir fjölmiðla í áraraðir. Síðasta myndin sem hann tók var af Baldri Ragnarssyni, meðlimi Skálmaldar, þar sem rætt var við tónlistarmanninn um Mottumars. Ingó segist ekki hafa mikla starfsorku, því muni lesendur dagblaða líklega ekki sjá mikið fleiri myndir eftir hann. Spurður um draumaljósmyndaverkefnið svarar Ingó sposkur: „Ég væri til í að mynda Kötlugosið." Ingó er bjartsýnn og segir það tímasóun að leggjast í þunglyndi og volæði. „Lífið er allt of stutt fyrir slíkt vesen," segir Ingó sem segist upplifa lífið mun sterkar nú, þegar dauðinn virðist svo nálægur. Hann segist hafa fundið fyrir öfund í garð aldraðs fólks, „það er dálítið sérstök tilfinning," lýsir Ingó. Hann bætir við: „Fólk ætti að hafa það í huga að það á að gera það sem það vill. Lífið er of stutt. Gætið þess að vaða ekki áfram í einhverju tilgangsleysi, enda veit maður ekki hvenær síðasta mínútan rennur upp." Ingó segist raunar heppinn hvað tímann varðar, „ég veit allavega nokkurnveginn hvenær ég renn út," segir hann sposkur. Tónleikar til styrktar Ingólfi verða haldnir í Norðurljósum í Hörpu 28. febrúar. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína og þeirra á meðal eru Ari Eldjárn, Hörður Torfason, Dimma, KK og Q4U, sem Ingólfur hefur spilað með. Aðgangseyrir er kr. 2.500 krónur. Miðasala er í Hörpu og á Midi.is. Þeir sem ekki komast á tónleikana geta lagt inn peninga á eftirfarandi reikning: 0319-26-002052. Kennitala: 190671-2249. Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira
„Það var dálítið „heavy" að fá fréttirnar," segir ljósmyndarinn Ingólfur Júlíusson sem hefur barist við hvítblæði síðustu mánuði. Í síðustu viku tilkynnti Ingó, eins og hann er að jafnan kallaður, á facebook að ekki hefði tekist að lækna hvítblæðið og því hafi meðferð verið hætt. Ingólfur hefur því fengið úrskurð frá lækni um að hann eigi nokkra mánuði eftir ólifaða. Ingó segist þó ekki vera búinn að afskrifa sig sjálfan, „ég er pollrólegur yfir þessu og eyði núna bara tíma með fjölskyldunni," bætir hann við. Lesendur kannast kannski helst við Ingó í gegnum myndir sem hann hefur tekið fyrir fjölmiðla í áraraðir. Síðasta myndin sem hann tók var af Baldri Ragnarssyni, meðlimi Skálmaldar, þar sem rætt var við tónlistarmanninn um Mottumars. Ingó segist ekki hafa mikla starfsorku, því muni lesendur dagblaða líklega ekki sjá mikið fleiri myndir eftir hann. Spurður um draumaljósmyndaverkefnið svarar Ingó sposkur: „Ég væri til í að mynda Kötlugosið." Ingó er bjartsýnn og segir það tímasóun að leggjast í þunglyndi og volæði. „Lífið er allt of stutt fyrir slíkt vesen," segir Ingó sem segist upplifa lífið mun sterkar nú, þegar dauðinn virðist svo nálægur. Hann segist hafa fundið fyrir öfund í garð aldraðs fólks, „það er dálítið sérstök tilfinning," lýsir Ingó. Hann bætir við: „Fólk ætti að hafa það í huga að það á að gera það sem það vill. Lífið er of stutt. Gætið þess að vaða ekki áfram í einhverju tilgangsleysi, enda veit maður ekki hvenær síðasta mínútan rennur upp." Ingó segist raunar heppinn hvað tímann varðar, „ég veit allavega nokkurnveginn hvenær ég renn út," segir hann sposkur. Tónleikar til styrktar Ingólfi verða haldnir í Norðurljósum í Hörpu 28. febrúar. Allir sem koma fram á tónleikunum gefa vinnu sína og þeirra á meðal eru Ari Eldjárn, Hörður Torfason, Dimma, KK og Q4U, sem Ingólfur hefur spilað með. Aðgangseyrir er kr. 2.500 krónur. Miðasala er í Hörpu og á Midi.is. Þeir sem ekki komast á tónleikana geta lagt inn peninga á eftirfarandi reikning: 0319-26-002052. Kennitala: 190671-2249.
Mest lesið Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fleiri fréttir Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Sjá meira