„Finnst það miður að sérstök lög þurfi um kynjakvóta“ 27. febrúar 2013 20:21 „Þetta kallar ekki á neinar breytingar hjá okkur, það er meirihluta kvenna í stjórn félagsins," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Fyrirtækið, sem er eitt stærsta félag í Kauphöll Íslands, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við breytingar á hlutafélagalögum sem sett voru árið 2010 en breytingarnar sjálfar taka gildi 1. september. „Við erum einfaldlega að vinna að því að breyta samþykktum í samræmi við lögin," segir Björgólfur. „Þetta er vegna þess að löggjafin klárar ekki útfærslurnar og þetta er tilraun okkar til að tryggja það að kynjakvótinn sé réttur, það er, 40 prósent karla eða kvenna í stjórn fyrirtækisins á hverjum tíma." Breytt samþykkt Icelandair gerir ráð fyrir að þær tvær konur og tveir karlar sem flest atkvæði fá í stjórnarkjöri teljist réttkjörin. Sá sem næst kemur á eftir þeim fær svo kosningu óháð því af hvaða kyni viðkomandi er. Þá verður varamaður í stjórn fyrirtækisins ávallt af því kyni sem fámennara er í stjórn. Í dag er sextíu prósent stjórnarinnar konur. „Ég er á þeirri skoðun að það þurfi ekki að koma á lögum um hlutföll kynjanna í stjórn félaga" segir Björgólfur en hann telur þó eðlilegt að slík lög hafi litið dagsins ljós. „Þá sérstaklega þegar við lítum á þær breytingar sem stjórnvöld horfa til, að hlutfall kvenna sé aukið í stjórnum félaga." „Almennt séð finnst mér það miður að löggjafin þurfi að setja slík lög. Oftast er það nú þannig að markaðurinn sjálfur leysir slík vandamál sjálfur," segir Björgólfur. Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira
„Þetta kallar ekki á neinar breytingar hjá okkur, það er meirihluta kvenna í stjórn félagsins," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Fyrirtækið, sem er eitt stærsta félag í Kauphöll Íslands, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við breytingar á hlutafélagalögum sem sett voru árið 2010 en breytingarnar sjálfar taka gildi 1. september. „Við erum einfaldlega að vinna að því að breyta samþykktum í samræmi við lögin," segir Björgólfur. „Þetta er vegna þess að löggjafin klárar ekki útfærslurnar og þetta er tilraun okkar til að tryggja það að kynjakvótinn sé réttur, það er, 40 prósent karla eða kvenna í stjórn fyrirtækisins á hverjum tíma." Breytt samþykkt Icelandair gerir ráð fyrir að þær tvær konur og tveir karlar sem flest atkvæði fá í stjórnarkjöri teljist réttkjörin. Sá sem næst kemur á eftir þeim fær svo kosningu óháð því af hvaða kyni viðkomandi er. Þá verður varamaður í stjórn fyrirtækisins ávallt af því kyni sem fámennara er í stjórn. Í dag er sextíu prósent stjórnarinnar konur. „Ég er á þeirri skoðun að það þurfi ekki að koma á lögum um hlutföll kynjanna í stjórn félaga" segir Björgólfur en hann telur þó eðlilegt að slík lög hafi litið dagsins ljós. „Þá sérstaklega þegar við lítum á þær breytingar sem stjórnvöld horfa til, að hlutfall kvenna sé aukið í stjórnum félaga." „Almennt séð finnst mér það miður að löggjafin þurfi að setja slík lög. Oftast er það nú þannig að markaðurinn sjálfur leysir slík vandamál sjálfur," segir Björgólfur.
Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Sjá meira