„Finnst það miður að sérstök lög þurfi um kynjakvóta“ 27. febrúar 2013 20:21 „Þetta kallar ekki á neinar breytingar hjá okkur, það er meirihluta kvenna í stjórn félagsins," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Fyrirtækið, sem er eitt stærsta félag í Kauphöll Íslands, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við breytingar á hlutafélagalögum sem sett voru árið 2010 en breytingarnar sjálfar taka gildi 1. september. „Við erum einfaldlega að vinna að því að breyta samþykktum í samræmi við lögin," segir Björgólfur. „Þetta er vegna þess að löggjafin klárar ekki útfærslurnar og þetta er tilraun okkar til að tryggja það að kynjakvótinn sé réttur, það er, 40 prósent karla eða kvenna í stjórn fyrirtækisins á hverjum tíma." Breytt samþykkt Icelandair gerir ráð fyrir að þær tvær konur og tveir karlar sem flest atkvæði fá í stjórnarkjöri teljist réttkjörin. Sá sem næst kemur á eftir þeim fær svo kosningu óháð því af hvaða kyni viðkomandi er. Þá verður varamaður í stjórn fyrirtækisins ávallt af því kyni sem fámennara er í stjórn. Í dag er sextíu prósent stjórnarinnar konur. „Ég er á þeirri skoðun að það þurfi ekki að koma á lögum um hlutföll kynjanna í stjórn félaga" segir Björgólfur en hann telur þó eðlilegt að slík lög hafi litið dagsins ljós. „Þá sérstaklega þegar við lítum á þær breytingar sem stjórnvöld horfa til, að hlutfall kvenna sé aukið í stjórnum félaga." „Almennt séð finnst mér það miður að löggjafin þurfi að setja slík lög. Oftast er það nú þannig að markaðurinn sjálfur leysir slík vandamál sjálfur," segir Björgólfur. Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira
„Þetta kallar ekki á neinar breytingar hjá okkur, það er meirihluta kvenna í stjórn félagsins," segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Fyrirtækið, sem er eitt stærsta félag í Kauphöll Íslands, mun á aðalfundi sínum í mars breyta samþykktum sínum til að jafna hlut kynja í stjórn fyrirtækisins. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við breytingar á hlutafélagalögum sem sett voru árið 2010 en breytingarnar sjálfar taka gildi 1. september. „Við erum einfaldlega að vinna að því að breyta samþykktum í samræmi við lögin," segir Björgólfur. „Þetta er vegna þess að löggjafin klárar ekki útfærslurnar og þetta er tilraun okkar til að tryggja það að kynjakvótinn sé réttur, það er, 40 prósent karla eða kvenna í stjórn fyrirtækisins á hverjum tíma." Breytt samþykkt Icelandair gerir ráð fyrir að þær tvær konur og tveir karlar sem flest atkvæði fá í stjórnarkjöri teljist réttkjörin. Sá sem næst kemur á eftir þeim fær svo kosningu óháð því af hvaða kyni viðkomandi er. Þá verður varamaður í stjórn fyrirtækisins ávallt af því kyni sem fámennara er í stjórn. Í dag er sextíu prósent stjórnarinnar konur. „Ég er á þeirri skoðun að það þurfi ekki að koma á lögum um hlutföll kynjanna í stjórn félaga" segir Björgólfur en hann telur þó eðlilegt að slík lög hafi litið dagsins ljós. „Þá sérstaklega þegar við lítum á þær breytingar sem stjórnvöld horfa til, að hlutfall kvenna sé aukið í stjórnum félaga." „Almennt séð finnst mér það miður að löggjafin þurfi að setja slík lög. Oftast er það nú þannig að markaðurinn sjálfur leysir slík vandamál sjálfur," segir Björgólfur.
Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Innlent Fleiri fréttir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Sjá meira