Óveður og jarðskjálftavá haft áhrif á geðheilsuna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. febrúar 2013 11:08 „Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega." Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
„Það urðu ýmiss áföll hér í haust og vetur, mikið óveður sem kom illa við fjölda íbúa og í kjölfarið var hér jarðskjálftavá allt hafði þetta áhrif á geðheilsu á svæðinu. Við höfum samt tilfinningu að þetta hafi verið í aðeins skárra formi undanfarið," segir Jón Helgi Björnsson, forstjóri Heilbrigðisþjónustu Þingeyinga á Húsavík. Sigurður Steinþórsson, íbúi á Húsavík, skrifaði grein sem birt var á Vísi í gærkvöldi. Þar lýsir hann baráttu sinni við sjálfsvígshugleiðingar og hve erfitt sé að fá bót meina sinna. Sigurður bendir á að síðasta sumar hafi sex reynt að svipa sig lífi í bænum og veltir fyrir sér hvort fólkið hafi, líkt og hann, komið að lokuðum dyrum. Jón Helgi segir ekki rétt að ræða einstök mál opinberlega. Hann telur þó að álag á geðþjónustu um allt land sé mikið. „Það hefur verið frekar þungt hérna á svæðinu. Ég held að það sé sammerkt víðast á landinu. Það er mikið álag á geðþjónustunni og hún kannski ekki burðug," segir Jón Helgi. Hann staðfestir að geðlæknir sæki Húsavík heim einu sinni í mánuði. Menn reyni þó að nota fleiri úrræði en geðlækna bæði fái menn viðtöl við hjúkrunarfræðinga og heilsugæslulækna þegar geðlæknir sé ekki tiltækur. Gott samstarf hafi verið við grunn- og framhaldsskóla í bænum. „Við höfum fundað með foreldrum, félagsþjónustu og skólum á svæðinu. Við erum að skoða það að koma upp sálfræðingi í hlutastarfi við heilbrigðisstofnunina," segir Jón Helgi. Hann segir þó hagræðingu í heilbrigðiskerfinu ekki hjálpa til auk þess sem ekki sé hlaupið að því að fá fagfólk á þessu sviði til Húsavíkur. Sigurður nefnir í grein sinni að í heimsókn geðlæknis fyrr í mánuðinum hafi Víkurskarð verið ófært. Því hafi ekkert orðið af fyrirhuguðum tíma hans með geðlækni. „Þetta árið hefur Víkurskarðið óvenju oft ekki verið fært," segir Jón Helgi og bendir á að heimamenn sæki meira en þjónustu geðlækna til Akureyrar. Því verði mikil ánægja þegar ný göng verði komin í gagnið. „Fyrir okkur hefur Víkurskarðið ekki verið spurning um þann tíma sem tekur að fara til Akureyrar heldur hvort að menn komist örugglega."
Tengdar fréttir Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30 Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Fleiri fréttir Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Feðgar alsælir með fyrsta rafmagnsvörubílinn Segir ómögulegt að spá fyrir um kostnað vegna starfslokanna Jarðskjálfti að stærð 3,7 í norðvestanverðri öskju Bárðarbungu Vildi enga „lobbýista“ í nýskipað atvinnustefnuráð „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ „Við viljum að fjölskyldan fari saman heim“ Innkalla Ashwagandha vegna mögulegs jarðhnetusmits Forsætisráðherra segir tíma stórframkvæmda runninn upp Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Sjá meira
Ég þori ekki að vera með barnið mitt nálægt mér Ég hef verið í sjálfsvígshugsunum í langan tíma og fengið lækni heim til mín, hef verið sóttur og snúinn niður og keyrður á geðdeild á Akureyri í desember rétt fyrir jól og þar átti að vinna í mínum málum. 27. febrúar 2013 22:30