Heimilisfólki á Eir stillt upp við vegg Helga Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2013 18:25 Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli." Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli."
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira