Heimilisfólki á Eir stillt upp við vegg Helga Arnardóttir skrifar 28. febrúar 2013 18:25 Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli." Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Ríkið ætlar ekki hlaupa undir bagga með hjúkrunarheimilinu Eir sem hefur átt í miklum rekstrarvanda síðustu mánuði. Íbúum heimilisins hefur verið boðið að fá afhent langtímaskuldabréf í stað staðgreiðslu þegar íbúðum er skilað. Sættist ekki allir heimilismenn á það sem telst illskásti kosturinn stefnir í gjaldþrot Eirar. Hjúkrunarheimilið Eir hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar frá því í september í fyrra og nema skuldir þess tæpum átta milljörðum. Greiðslur af lánum og uppgjör íbúa voru fryst í haust. Fullt var útúr dyrum á hjúkrunarheimilinu þegar nýjar lausnir við rekstrarvanda heimilisins voru kynntar í dag. Stjórnarformaðurinn segir brýnt að starfsemi Eirar verð tryggð til framtíðar. „Meginniðurstaðan er sú að til þess að tryggja eignir, réttindi og hagsmuni þessa fólks þá verðum við að tryggja það að Eir haldi áfram starfsemi," segir Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Eirar. „Og við verðum jafnframt að tryggja það að fólkið fái aftur eigur sínar og við getum gert það með þeim hætti að breyta uppgjöri íbúðarréttarins í það form að það verði gert með skuldabréfi." Hjúkrunarheimilið gæfi þá út skuldabréf upp á þá upphæð sem hver og einn íbúi greiddi til Eirar. Engin önnur leið hafi verið í boði, þar sem hvorki ríkið né fasteignasjóðir eða félög vildu koma að málinu. Samþykki íbúar ekki þetta samkomulag stefnir í gjaldþrot og þá er nánast útséð með að íbúar fái nokkuð af þeim fjármunum sem þeir settu upphaflega í íbúðirnar. Íbúar á hjúkrunarheimilinu Eir hafa núna þrjár vikur til að gera upp sinn hug um hvort þeir sættist á samkomulag stjórnar Eirar. Stjórnarformaður Eirar segir þetta illskásta kostinn.Sp. blm. Er ekki hreinlega verið að stilla varnarlausu fólki upp við vegg? „Við náttúrulega öll stöndum frammi fyrir því sem er orðið, sem hefur gerst og afleiðingum þeirra ákvarðana sem hafa verið teknar áður og það gerum við líka í nýju stjórninni. Við vorum beðin að koma að þessu til þess að leysa vanda sem kominn var upp en í rauninni er það rétt sem þú segir." Heimilismenn og aðstandendur þeirra hafa verið í mikilli óvissu síðustu mánuði. Foreldrar Franks Michelsen greiddu 20 milljónir af sínum ævisparniaði til Eirar fyrir nokkrum árum. Hann segir fólk ekki eiga annarra kosta völ en að samþykkja tilboð stjórnar Eirar. „Ég sé bara enga aðra lausn og með þessa stjórn sem nú er þá sýnist mér þetta eiga að geta gengið upp," segir Frank Michelsen. Faðir hans er látinn en móðir hans Guðný Jónsdóttir býr á Eir. Hún hefur ekki enn tekið ákvörðun um hvað hún geri. „Ég hef ekki neitt hugsað um það bara ég læt hverjum degi nægja sína þjáningu," segir Guðný. Frank segir heimilisfólk vonsvikið. „Ég held það sé meira vonbrigði og sárindi, finnst frekar eins og þeir hafi verið sviknir," segir Frank. „En núna virðist allur fókus vera á því að fólki fái að vera hér áfram í öryggi og fái þá þjónustu sem þeir þurfa til að vera hér áfram og líða vel. Það skiptir mestu máli."
Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira