Markmiðið hlýtur að vera að dæla upp olíu 11. febrúar 2013 22:03 Umhverfisráðherra sem og þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem til máls tóku lýstu efasemdum um olíuleit í þingumræðum í dag um Drekasvæðið. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem hóf umræðuna, spurði atvinnuvegaráðherra hvert markmiðið væri með olíuleitinni sem búið væri að leyfa. Steingrímur J. Sigfússon svaraði að markmiðið væri að kanna hvort líkur væru á að olíu eða gas væri að finna í vinnanlegu magni á íslenska landgrunninu. Formaður Framsóknarflokksins benti á að ráðherrann viðurkenndi ekki að markmiðið með sérleyfunum væri olíuvinnsla. „Þá hlýtur auðvitað markmiðið að vera það, ef slíkar lindir finnast, að fara að dæla upp olíunni og gasinu. Og það hlýtur að vera hægt að viðurkenna það," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og bætti við að það stæði á forsíðu samninganna, sem búið væri að undirrita, að þeir væru um leit og vinnslu. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var meðal þeirra sem settu spurningamerki við olíuleit og sagði að metnaðarfyllstu markmið varðandi olíuleit lytu að því að útrýma algjörlega notkun jarðefnaeldsneytis á 21. öldinni: „Og við þurfum þá að spyrja okkur: Ætlum við að styðja þau markmið? Og hvernig samrýmist það þá vinnslu á jarðefnaeldsneyti?" spurði Guðmundur. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði að á Drekasvæðinu væru sumarstöðvar síldar, kolmunna og makríls, auk þess sem svæðið væri mikilvægt fyrir loðnu. „Og þá verðum við að spyrja okkur: Hversu mikla áhættu er verjandi að taka?" Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vitnaði til orða sjávarútvegsráðherra Noregs um að sambúð fiskveiða og olíuvinnslu hefði gengið með afbrigðum vel í Noregi. „Á þá að fara að blása upp hér einhverja drauga um að það sé eitthvað öðruvísi hér á landi?" Sigurður Ingi spurði hvort Íslendingar ætluðu ekki að horfa til þeirra sem best hefði vegnað í heiminum, einnig í náttúruvernd. „Eða ætla þessir aðilar sem hér hafa komið upp að halda því fram að Norðmenn séu umhverfissóðar?" Tengdar fréttir Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Umhverfisráðherra sem og þeir stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar sem til máls tóku lýstu efasemdum um olíuleit í þingumræðum í dag um Drekasvæðið. Einar K. Guðfinnsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sem hóf umræðuna, spurði atvinnuvegaráðherra hvert markmiðið væri með olíuleitinni sem búið væri að leyfa. Steingrímur J. Sigfússon svaraði að markmiðið væri að kanna hvort líkur væru á að olíu eða gas væri að finna í vinnanlegu magni á íslenska landgrunninu. Formaður Framsóknarflokksins benti á að ráðherrann viðurkenndi ekki að markmiðið með sérleyfunum væri olíuvinnsla. „Þá hlýtur auðvitað markmiðið að vera það, ef slíkar lindir finnast, að fara að dæla upp olíunni og gasinu. Og það hlýtur að vera hægt að viðurkenna það," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og bætti við að það stæði á forsíðu samninganna, sem búið væri að undirrita, að þeir væru um leit og vinnslu. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, var meðal þeirra sem settu spurningamerki við olíuleit og sagði að metnaðarfyllstu markmið varðandi olíuleit lytu að því að útrýma algjörlega notkun jarðefnaeldsneytis á 21. öldinni: „Og við þurfum þá að spyrja okkur: Ætlum við að styðja þau markmið? Og hvernig samrýmist það þá vinnslu á jarðefnaeldsneyti?" spurði Guðmundur. Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra sagði að á Drekasvæðinu væru sumarstöðvar síldar, kolmunna og makríls, auk þess sem svæðið væri mikilvægt fyrir loðnu. „Og þá verðum við að spyrja okkur: Hversu mikla áhættu er verjandi að taka?" Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, vitnaði til orða sjávarútvegsráðherra Noregs um að sambúð fiskveiða og olíuvinnslu hefði gengið með afbrigðum vel í Noregi. „Á þá að fara að blása upp hér einhverja drauga um að það sé eitthvað öðruvísi hér á landi?" Sigurður Ingi spurði hvort Íslendingar ætluðu ekki að horfa til þeirra sem best hefði vegnað í heiminum, einnig í náttúruvernd. „Eða ætla þessir aðilar sem hér hafa komið upp að halda því fram að Norðmenn séu umhverfissóðar?"
Tengdar fréttir Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Steingrímur varði olíuleit Íslendinga í Tromsö Sjávarútvegsráðherra Noregs segir að þar í landi hafi það sýnt sig að fiskveiðar og olíuleit geti vel farið saman. Á Norðurslóðaráðstefnunni í Tromsö, sem lauk í gær, varði Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra þá ákvörðun Íslendinga að hefja olíuleit með því að aðrar þjóðir við Norður-Atlantshaf gerðu slíkt hið sama. Í ræðu um olíuáform Íslands sagði Steingrímur að fyrst yrði að tryggja strangar varnir gegn mengun og slysum áður en nokkur olíuvinnsla yrði hugsanlega leyfð. Fréttamönnum sagði hann síðan að það yrði stór ákvörðun ef Ísland eitt ríkja ætlaði ekki að leyfa olíuleit. 26. janúar 2013 19:07
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði