Flug á vegum CIA ekki flokkað sem ríkisflug 12. febrúar 2013 20:27 Árni Þór segir að sér sýnist flug á vegum CIA hafa ekki verið flokkað sem ríkisflug. „Það var farið yfir óháða skýrslu sem birt var í síðustu viku þar sem meðal annars var talað um Ísland," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, um fund sem haldinn var í dag um fangaflug. „Í skýrslunni er því haldið fram að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flugið á sínum tíma og við vorum að fara yfir það með ráðuneytinu hvað væri hæft í þessu. Það er ljóst að þessi flugnúmer og flugvélar voru heimilaðar af stjórnvöldum en samkvæmt upplýsingum í skýrslu frá 2007 voru ekki taldar neinar vísbendingar um að í vélunum hefðu verið fangar." Árni Þór segir hinn alþjóðlega Chicago-sáttmála um flugstarfsemi frá árinu 1944 sé flugi skipt í tvo flokka, almannaflug og ríkisflug. „Ríkisflug eru þá vélar á vegum ríkisstjórna, herja eða jafnvel lögregluyfirvalda á meðan almannaflug eru bara almennar vélar. Ef um ríkisflug er að ræða þá þarf alltaf að sækja um leyfi frá íslenskum stjórnvöldum, jafnvel þó bara sé flogið um lofthelgi án viðkomu, en það á ekki við um almannaflugið. Þetta flug sem þarna er um að ræða á vegum CIA sýnist mér á öllu að hafi ekki verið flokkað sem ríkisflug." En má þá ekki leiða líkur að því að fangaflugið hafi viljandi verið flokkað sem almannaflug til þess að ekki þyrfti að sækja um leyfi fyrir því? „Það kann vel að vera, en því getur enginn svarað nema Bandaríkjamenn sjálfir." Verið er að fara yfir skýrsluna í utanríkisráðuneytinu en ekki hefur verið ákveðið hvort henni verði svarað með einhverjum hætti. Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
„Það var farið yfir óháða skýrslu sem birt var í síðustu viku þar sem meðal annars var talað um Ísland," segir Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, um fund sem haldinn var í dag um fangaflug. „Í skýrslunni er því haldið fram að íslensk stjórnvöld hafi heimilað flugið á sínum tíma og við vorum að fara yfir það með ráðuneytinu hvað væri hæft í þessu. Það er ljóst að þessi flugnúmer og flugvélar voru heimilaðar af stjórnvöldum en samkvæmt upplýsingum í skýrslu frá 2007 voru ekki taldar neinar vísbendingar um að í vélunum hefðu verið fangar." Árni Þór segir hinn alþjóðlega Chicago-sáttmála um flugstarfsemi frá árinu 1944 sé flugi skipt í tvo flokka, almannaflug og ríkisflug. „Ríkisflug eru þá vélar á vegum ríkisstjórna, herja eða jafnvel lögregluyfirvalda á meðan almannaflug eru bara almennar vélar. Ef um ríkisflug er að ræða þá þarf alltaf að sækja um leyfi frá íslenskum stjórnvöldum, jafnvel þó bara sé flogið um lofthelgi án viðkomu, en það á ekki við um almannaflugið. Þetta flug sem þarna er um að ræða á vegum CIA sýnist mér á öllu að hafi ekki verið flokkað sem ríkisflug." En má þá ekki leiða líkur að því að fangaflugið hafi viljandi verið flokkað sem almannaflug til þess að ekki þyrfti að sækja um leyfi fyrir því? „Það kann vel að vera, en því getur enginn svarað nema Bandaríkjamenn sjálfir." Verið er að fara yfir skýrsluna í utanríkisráðuneytinu en ekki hefur verið ákveðið hvort henni verði svarað með einhverjum hætti.
Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira