Næsti Golf R með 268 hestöfl 13. febrúar 2013 13:15 Nýr Golf R. En kemur RS útgáfa í kjölfarið með 370 hestafla vél? Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk! Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent
Verður öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið - mun léttast um 100 kíló. Ekki er langt síðan sjöunda kynslóð Volkswagen Golf kom á markað og með nýrri kynslóð bílsins er ávallt stutt í GTI útfærslu hans og enn öflugri R útfærslu bílsins, sem margir bíða með eftirvæntingu eftir. Nýr Golf R verður kynntur á bílasýningunni í Frankfurt í september og verður til sölu í byrjun næsta árs. Engu að síður er farið að spyrjast út hvernig hann verður vopnaður. Hann verður áfram með tveggja lítra túrbínuvél sem skilar nú 268 hestöflum og græðir 12 hestöfl frá núverandi gerð. Bíllinn verður því öflugasti Golf sem framleiddur hefur verið. Hann á að komast í hundraðið á 5 sekúndum sléttum. Hann fær að auki Haldex 5 fjórhjóladrif, 6 gíra DSG sjálfskiptingu, 4 pústurrör, en mun samt léttast um 100 kíló. Heyrst hefur af hugmyndum Volkswagen um RS gerð Golf sem fengi sömu 5 strokka vélina og er í Audi RS3, en hún er 370 hestöfl. Já takk!
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent