"Fólk er að skila sér aftur" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2013 10:24 Starfsmannastjóri Landspítalans segist aðeins vita um eitt tilfelli þess að hjúkrunarfræðingur ætli ekki að snúa aftur til vinnu. Hjúkrunarfræðingar höfðu til miðnættis í gær til þess að draga uppsögn sína tilbaka vildu þeir ekki eiga á hættu að missa af allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu. Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um hve margir hafi dregið uppsögn sína tilbaka. Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri Landspítalans, segist ekki hafa fengið tölur frá öllum deildum auk þess sem hún sé ekki búin að taka þær upplýsingar sem fyrir liggja saman. „Aftur á móti veit ég það að fólk er að skila sér aftur og ætlar að vera með okkur," segir Erna. Hún segist vera komin með tölur af sex eða sjö deildum og útlitið sé gott. „Á mörgum deildum hef ég fengið fréttir af því að allir hafi dregið uppsögnina sína tilbaka. En ég er ekki komin með tölurnar," segir Erna. Hún veit aðeins um eitt tilfelli þess að hjúkrunarfræðingur ætli ekki að snúa aftur til starfa. „Ég er bara komin með sex eða sjö deildir þar sem allir hafa dregið tilbaka nema þessi eini," segir Erna. „Þetta lítur bara vel út." Tengdar fréttir Telur fólk nokkuð sátt við tilboð Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunarfræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningurinn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær. 14. febrúar 2013 06:00 Hjúkrunarfræðingar farnir að draga uppsagnir til baka Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að nýr stofnanasamningur var undirritaður í fyrrakvöld. Þeir hafa frest til miðnættis til að gera upp hug sinn vilji þeir fá allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu. 14. febrúar 2013 12:54 Enn óvíst hversu margir hafa dregið uppsagnir til baka "Þetta skýrist allt á morgun," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. "Deildar- og starfsmannastjórar vinna nú að því að taka saman hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka." 14. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Starfsmannastjóri Landspítalans segist aðeins vita um eitt tilfelli þess að hjúkrunarfræðingur ætli ekki að snúa aftur til vinnu. Hjúkrunarfræðingar höfðu til miðnættis í gær til þess að draga uppsögn sína tilbaka vildu þeir ekki eiga á hættu að missa af allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu. Ekki liggja fyrir tölulegar upplýsingar um hve margir hafi dregið uppsögn sína tilbaka. Erna Einarsdóttir, starfsmannastjóri Landspítalans, segist ekki hafa fengið tölur frá öllum deildum auk þess sem hún sé ekki búin að taka þær upplýsingar sem fyrir liggja saman. „Aftur á móti veit ég það að fólk er að skila sér aftur og ætlar að vera með okkur," segir Erna. Hún segist vera komin með tölur af sex eða sjö deildum og útlitið sé gott. „Á mörgum deildum hef ég fengið fréttir af því að allir hafi dregið uppsögnina sína tilbaka. En ég er ekki komin með tölurnar," segir Erna. Hún veit aðeins um eitt tilfelli þess að hjúkrunarfræðingur ætli ekki að snúa aftur til starfa. „Ég er bara komin með sex eða sjö deildir þar sem allir hafa dregið tilbaka nema þessi eini," segir Erna. „Þetta lítur bara vel út."
Tengdar fréttir Telur fólk nokkuð sátt við tilboð Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunarfræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningurinn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær. 14. febrúar 2013 06:00 Hjúkrunarfræðingar farnir að draga uppsagnir til baka Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að nýr stofnanasamningur var undirritaður í fyrrakvöld. Þeir hafa frest til miðnættis til að gera upp hug sinn vilji þeir fá allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu. 14. febrúar 2013 12:54 Enn óvíst hversu margir hafa dregið uppsagnir til baka "Þetta skýrist allt á morgun," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. "Deildar- og starfsmannastjórar vinna nú að því að taka saman hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka." 14. febrúar 2013 14:17 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Sjá meira
Telur fólk nokkuð sátt við tilboð Nýr stofnanasamningur á Landspítalanum færir hjúkrunarfræðingum á bilinu fimm til 9,6 prósenta launahækkun, en samningurinn var undirritaður á þriðjudag og kynntur á tveimur fundum í gær. 14. febrúar 2013 06:00
Hjúkrunarfræðingar farnir að draga uppsagnir til baka Hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum eru farnir að draga uppsagnir sínar til baka eftir að nýr stofnanasamningur var undirritaður í fyrrakvöld. Þeir hafa frest til miðnættis til að gera upp hug sinn vilji þeir fá allt að sextíu þúsund króna álagsgreiðslu. 14. febrúar 2013 12:54
Enn óvíst hversu margir hafa dregið uppsagnir til baka "Þetta skýrist allt á morgun," segir Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður Félags hjúkrunarfræðinga. "Deildar- og starfsmannastjórar vinna nú að því að taka saman hversu margir hafa dregið uppsagnir sínar til baka." 14. febrúar 2013 14:17