Innlent

"Málið er upplýst"

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands hefur rætt við fulltrúa bekkjarins sem stóð að umdeildum ratleik á dögunum. Hann segir nemendur bekkjarins miður sín.

„Það var, það liggur við að ég segi því miður, einn bekkur í skólanum sem stóð að þessum ratleik," segir Ingi Ólafsson skólastjóri í Verzló.

Eins og fjallað var um á Vísi í gær skelltu nemendur eins bekkjar í skólanum sér í ratleik á árshátíðardegi skólans.

„Reyndar komst ég að því að þetta er mjög vinsælt meðal framhaldsskóla almennt að vera með ratleik fyrir árshátíð," segir Ingi.

Skólastjórinn hafði ekki komist að því um hvaða bekk væri að ræða þegar blaðamaður ræddi við hann í gær. Síðan þá hafði hann frétt að um bekk í skólanum væri að ræða án þess að vita nákvæmlega hver bekkurinn væri.

„Hópur fulltrúa úr bekknum kom til mín að fyrra bragði. Við erum búin að fara yfir þessi mál og ræða þessi mál. Bekkurinn er alveg miður sín yfir því hvers konar umfjöllun þetta hefur fengið. Eftir á að hyggja finnst þeim þetta margt mjög hallærislegt," segir Ingi.

Aðspurður hvort viðkomandi nemendur eigi ekki hrós skilið fyrir að hafa gefið sig fram að fyrra bragði segir Ingi:

„Já já. Þau komu og létu vita að þau hefðu staðið á bak við þetta. Ég var búinn að frétta að þetta væru einhverjir í skólanum en vissi ekki hverjir."


Tengdar fréttir

"Ótrúlega ósmekklegt og ömurlegt grín"

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segist í fyrstu hafa talið að nemendur annars framhaldsskóla hefðu staðið fyrir umdeildum ratleik sem fjallað hefur verið um á Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×