Ríkislögreglustjóri og aðrir viðbragðsaðilar í Borgarfirði héldu umfangsmikla skrifborðsæfingu síðastliðinn miðvikudag. Á æfingunni var líkt eftir miklum gróðureldum í Skorradal.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni var tilgangurinn að æfa lokadrög viðbragðsáætlunar vegna elda í Skorradal sem heimamenn hafa unnið að. Á æfingunni komu í ljós nokkur atriði sem má uppfæra í áætluninni en farið verður í þá vinnu á næstu dögum.
Í kjölfar þess verður hægt að undirrita áætlun og gefa út.
Að sögn lögreglunnar voru heimamenn í Skorradal afar ánægður með æfinguna og var mikill hugu hjá öllum viðbragðsaðilum um að halda fleiri æfingar þar sem reynir á samstarf og samhæfingu allra viðbragðsaðila.
Æfðu viðbrögð við gróðureldum í Skorradal
