Steingrímur hættir sem formaður VG 16. febrúar 2013 16:03 „Ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður á landsfundi í 22 til 24 febrúar." Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í Norræna Húsinu nú fyrir stundu. Steingrímur sagði þetta vera heppileg tímamót til breytinga á flokksforystu flokksins. Hann benti á að hann hefði gegnt embætti formanns í fimmtán ár. Hann sagðist ætla að sinna fjölskyldu sinni betur þegar hann hættir sem formaður. Engu að síður hyggst hann ekki hætta á þingi. Þá sagði Steingrímur að baráttan í efnahagsmálum eftir hrun hefði gengið vel en henni sé hvergi nærri lokið. Þá gaf hann næsta fjármálaráðherra þessi ráð: „Fjármálaráðherra sem tekur við eftir hrun verður ekki til gagns ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin hag." Steingrímur boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag en aðstoðarmenn hans vildu upphaflega ekki gefa upp hvert erindið var. Hægt er að lesa erindi Steingríms í heild sinni hér fyrir neðan.Tími breytinga runninn upp: Yfirlýsing frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ég undirritaður hef nú gengt formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um 14 ára skeið, eða frá stofnun flokksins 6. febrúar 1999. Árið þar á undan var viðburðaríkt í íslenskum stjórnmálum og því er nær lagi að segja að ég hafi sl. 15 ár helgað krafta mína undirbúningi að stofnun og síðan uppbyggingu hreyfingarinnar. Uppúr stendur dugnaður og fórnfýsi þessa góða fólks sem tugum, hundruðum og þúsundum saman hefur lagt fram tíma sinn og krafta í þetta skapandi verkefni. Fyrir það traust sem félagar og stuðningsmenn Vinstri grænna hafa sýnt mér, ánægjuna af starfinu með þeim og allt sem þessi ár hafa gefið mér í blíðu jafn sem stríðu fæ ég seint fullþakkað. En allt á sinn tíma og nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að vandlega athuguðu máli, að heppileg tímamót til breytinga séu runnin upp. Í byrjun setti ég mér sem viðmið að tæpast væri æskilegt, hvorki fyrir viðkomandi einstakling né stjórnmálaflokk, að sami maður gengdi þar formennsku nema í svona áratug eða í mesta lagi rúmlega það. Kynslóðaskipti og endurnýjun eru nauðsynleg í stjórnmálastarfi sem annars staðar. Því met ég það svo að nú sé tímabært fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að ráðast í breytingar að þessu leyti og sjálfur horfi ég til þess fullur tilhlökkunar að halda baráttunni áfram að baki nýrri forustu. Ég mun því ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundinum 22-24. febrúar næstkomandi. Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þau margvíslegu tímamót sem nú eru að renna upp hafa vissulega áhrif á mína ákvörðun. Kjörtímabil er á enda runnið. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur með styrk sínum eftir tvo mikla kosningasigra í röð, 2007 og 2009, skrifað nýjan kafla í stjórnmálasögu landsins. Fyrsta hreina vinstri stjórn lýðveldissögunnar hefur reist landið úr rústum hrunsins sem hér varð í lok langs valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Ég hef sem formaður annars stjórnarflokksins lagt alla orku mína í það verkefni og er stoltur af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur, við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Vissulega er glímunni við afleiðingar hrunsins hvergi nærri lokið og mörg krefjandi verkefni bíða komandi kjörtímabils. Ísland er þó vel á vegi statt og allir vegir færir borið saman við þau ósköp sem við blöstu í árslok 2008 og byrjun árs 2009. En baráttan hefur tekið sinn toll og markað okkur sem gert höfum það sem gera þurfti, þó eins vel sé og félagslega meðvitað og aðstæður frekast leyfðu. Óumflýjanlega er það þannig að ekki gat allt, eðli málsins samkvæmt, orðið vel til vinsælda fallið. Fjármálaráðherra lands á barmi gjaldþrots verður seint sá sem til þurfti ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin vinsældir. En gert er gert og liðið er liðið. Nú er það framtíðin sem öllu skiptir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur miklu hlutverki að gegna í þeirri framtíð sem merkisberi róttækrar vinstristefnu, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju. Stolt af verkum okkar getum við tekist á við þær áskoranir sem framtíðin ber með sér. Ég er sannfærður um að ný flokksforusta sem leiðir okkar kosningabaráttu og starf á næsta kjörtímabili mun fá meðbyr og efla okkar baráttu. Ég ætla svo sannarlega að vera þar með í verkunum og hugsa mér gott til glóðarinnar. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
„Ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður á landsfundi í 22 til 24 febrúar." Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í Norræna Húsinu nú fyrir stundu. Steingrímur sagði þetta vera heppileg tímamót til breytinga á flokksforystu flokksins. Hann benti á að hann hefði gegnt embætti formanns í fimmtán ár. Hann sagðist ætla að sinna fjölskyldu sinni betur þegar hann hættir sem formaður. Engu að síður hyggst hann ekki hætta á þingi. Þá sagði Steingrímur að baráttan í efnahagsmálum eftir hrun hefði gengið vel en henni sé hvergi nærri lokið. Þá gaf hann næsta fjármálaráðherra þessi ráð: „Fjármálaráðherra sem tekur við eftir hrun verður ekki til gagns ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin hag." Steingrímur boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag en aðstoðarmenn hans vildu upphaflega ekki gefa upp hvert erindið var. Hægt er að lesa erindi Steingríms í heild sinni hér fyrir neðan.Tími breytinga runninn upp: Yfirlýsing frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ég undirritaður hef nú gengt formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um 14 ára skeið, eða frá stofnun flokksins 6. febrúar 1999. Árið þar á undan var viðburðaríkt í íslenskum stjórnmálum og því er nær lagi að segja að ég hafi sl. 15 ár helgað krafta mína undirbúningi að stofnun og síðan uppbyggingu hreyfingarinnar. Uppúr stendur dugnaður og fórnfýsi þessa góða fólks sem tugum, hundruðum og þúsundum saman hefur lagt fram tíma sinn og krafta í þetta skapandi verkefni. Fyrir það traust sem félagar og stuðningsmenn Vinstri grænna hafa sýnt mér, ánægjuna af starfinu með þeim og allt sem þessi ár hafa gefið mér í blíðu jafn sem stríðu fæ ég seint fullþakkað. En allt á sinn tíma og nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að vandlega athuguðu máli, að heppileg tímamót til breytinga séu runnin upp. Í byrjun setti ég mér sem viðmið að tæpast væri æskilegt, hvorki fyrir viðkomandi einstakling né stjórnmálaflokk, að sami maður gengdi þar formennsku nema í svona áratug eða í mesta lagi rúmlega það. Kynslóðaskipti og endurnýjun eru nauðsynleg í stjórnmálastarfi sem annars staðar. Því met ég það svo að nú sé tímabært fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að ráðast í breytingar að þessu leyti og sjálfur horfi ég til þess fullur tilhlökkunar að halda baráttunni áfram að baki nýrri forustu. Ég mun því ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundinum 22-24. febrúar næstkomandi. Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þau margvíslegu tímamót sem nú eru að renna upp hafa vissulega áhrif á mína ákvörðun. Kjörtímabil er á enda runnið. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur með styrk sínum eftir tvo mikla kosningasigra í röð, 2007 og 2009, skrifað nýjan kafla í stjórnmálasögu landsins. Fyrsta hreina vinstri stjórn lýðveldissögunnar hefur reist landið úr rústum hrunsins sem hér varð í lok langs valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Ég hef sem formaður annars stjórnarflokksins lagt alla orku mína í það verkefni og er stoltur af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur, við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Vissulega er glímunni við afleiðingar hrunsins hvergi nærri lokið og mörg krefjandi verkefni bíða komandi kjörtímabils. Ísland er þó vel á vegi statt og allir vegir færir borið saman við þau ósköp sem við blöstu í árslok 2008 og byrjun árs 2009. En baráttan hefur tekið sinn toll og markað okkur sem gert höfum það sem gera þurfti, þó eins vel sé og félagslega meðvitað og aðstæður frekast leyfðu. Óumflýjanlega er það þannig að ekki gat allt, eðli málsins samkvæmt, orðið vel til vinsælda fallið. Fjármálaráðherra lands á barmi gjaldþrots verður seint sá sem til þurfti ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin vinsældir. En gert er gert og liðið er liðið. Nú er það framtíðin sem öllu skiptir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur miklu hlutverki að gegna í þeirri framtíð sem merkisberi róttækrar vinstristefnu, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju. Stolt af verkum okkar getum við tekist á við þær áskoranir sem framtíðin ber með sér. Ég er sannfærður um að ný flokksforusta sem leiðir okkar kosningabaráttu og starf á næsta kjörtímabili mun fá meðbyr og efla okkar baráttu. Ég ætla svo sannarlega að vera þar með í verkunum og hugsa mér gott til glóðarinnar.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira