Steingrímur hættir sem formaður VG 16. febrúar 2013 16:03 „Ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður á landsfundi í 22 til 24 febrúar." Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í Norræna Húsinu nú fyrir stundu. Steingrímur sagði þetta vera heppileg tímamót til breytinga á flokksforystu flokksins. Hann benti á að hann hefði gegnt embætti formanns í fimmtán ár. Hann sagðist ætla að sinna fjölskyldu sinni betur þegar hann hættir sem formaður. Engu að síður hyggst hann ekki hætta á þingi. Þá sagði Steingrímur að baráttan í efnahagsmálum eftir hrun hefði gengið vel en henni sé hvergi nærri lokið. Þá gaf hann næsta fjármálaráðherra þessi ráð: „Fjármálaráðherra sem tekur við eftir hrun verður ekki til gagns ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin hag." Steingrímur boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag en aðstoðarmenn hans vildu upphaflega ekki gefa upp hvert erindið var. Hægt er að lesa erindi Steingríms í heild sinni hér fyrir neðan.Tími breytinga runninn upp: Yfirlýsing frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ég undirritaður hef nú gengt formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um 14 ára skeið, eða frá stofnun flokksins 6. febrúar 1999. Árið þar á undan var viðburðaríkt í íslenskum stjórnmálum og því er nær lagi að segja að ég hafi sl. 15 ár helgað krafta mína undirbúningi að stofnun og síðan uppbyggingu hreyfingarinnar. Uppúr stendur dugnaður og fórnfýsi þessa góða fólks sem tugum, hundruðum og þúsundum saman hefur lagt fram tíma sinn og krafta í þetta skapandi verkefni. Fyrir það traust sem félagar og stuðningsmenn Vinstri grænna hafa sýnt mér, ánægjuna af starfinu með þeim og allt sem þessi ár hafa gefið mér í blíðu jafn sem stríðu fæ ég seint fullþakkað. En allt á sinn tíma og nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að vandlega athuguðu máli, að heppileg tímamót til breytinga séu runnin upp. Í byrjun setti ég mér sem viðmið að tæpast væri æskilegt, hvorki fyrir viðkomandi einstakling né stjórnmálaflokk, að sami maður gengdi þar formennsku nema í svona áratug eða í mesta lagi rúmlega það. Kynslóðaskipti og endurnýjun eru nauðsynleg í stjórnmálastarfi sem annars staðar. Því met ég það svo að nú sé tímabært fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að ráðast í breytingar að þessu leyti og sjálfur horfi ég til þess fullur tilhlökkunar að halda baráttunni áfram að baki nýrri forustu. Ég mun því ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundinum 22-24. febrúar næstkomandi. Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þau margvíslegu tímamót sem nú eru að renna upp hafa vissulega áhrif á mína ákvörðun. Kjörtímabil er á enda runnið. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur með styrk sínum eftir tvo mikla kosningasigra í röð, 2007 og 2009, skrifað nýjan kafla í stjórnmálasögu landsins. Fyrsta hreina vinstri stjórn lýðveldissögunnar hefur reist landið úr rústum hrunsins sem hér varð í lok langs valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Ég hef sem formaður annars stjórnarflokksins lagt alla orku mína í það verkefni og er stoltur af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur, við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Vissulega er glímunni við afleiðingar hrunsins hvergi nærri lokið og mörg krefjandi verkefni bíða komandi kjörtímabils. Ísland er þó vel á vegi statt og allir vegir færir borið saman við þau ósköp sem við blöstu í árslok 2008 og byrjun árs 2009. En baráttan hefur tekið sinn toll og markað okkur sem gert höfum það sem gera þurfti, þó eins vel sé og félagslega meðvitað og aðstæður frekast leyfðu. Óumflýjanlega er það þannig að ekki gat allt, eðli málsins samkvæmt, orðið vel til vinsælda fallið. Fjármálaráðherra lands á barmi gjaldþrots verður seint sá sem til þurfti ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin vinsældir. En gert er gert og liðið er liðið. Nú er það framtíðin sem öllu skiptir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur miklu hlutverki að gegna í þeirri framtíð sem merkisberi róttækrar vinstristefnu, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju. Stolt af verkum okkar getum við tekist á við þær áskoranir sem framtíðin ber með sér. Ég er sannfærður um að ný flokksforusta sem leiðir okkar kosningabaráttu og starf á næsta kjörtímabili mun fá meðbyr og efla okkar baráttu. Ég ætla svo sannarlega að vera þar með í verkunum og hugsa mér gott til glóðarinnar. Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira
„Ég mun ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður á landsfundi í 22 til 24 febrúar." Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs og atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, í Norræna Húsinu nú fyrir stundu. Steingrímur sagði þetta vera heppileg tímamót til breytinga á flokksforystu flokksins. Hann benti á að hann hefði gegnt embætti formanns í fimmtán ár. Hann sagðist ætla að sinna fjölskyldu sinni betur þegar hann hættir sem formaður. Engu að síður hyggst hann ekki hætta á þingi. Þá sagði Steingrímur að baráttan í efnahagsmálum eftir hrun hefði gengið vel en henni sé hvergi nærri lokið. Þá gaf hann næsta fjármálaráðherra þessi ráð: „Fjármálaráðherra sem tekur við eftir hrun verður ekki til gagns ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin hag." Steingrímur boðaði til blaðamannafundar fyrr í dag en aðstoðarmenn hans vildu upphaflega ekki gefa upp hvert erindið var. Hægt er að lesa erindi Steingríms í heild sinni hér fyrir neðan.Tími breytinga runninn upp: Yfirlýsing frá Steingrími J. Sigfússyni, formanni Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Ég undirritaður hef nú gengt formennsku í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði um 14 ára skeið, eða frá stofnun flokksins 6. febrúar 1999. Árið þar á undan var viðburðaríkt í íslenskum stjórnmálum og því er nær lagi að segja að ég hafi sl. 15 ár helgað krafta mína undirbúningi að stofnun og síðan uppbyggingu hreyfingarinnar. Uppúr stendur dugnaður og fórnfýsi þessa góða fólks sem tugum, hundruðum og þúsundum saman hefur lagt fram tíma sinn og krafta í þetta skapandi verkefni. Fyrir það traust sem félagar og stuðningsmenn Vinstri grænna hafa sýnt mér, ánægjuna af starfinu með þeim og allt sem þessi ár hafa gefið mér í blíðu jafn sem stríðu fæ ég seint fullþakkað. En allt á sinn tíma og nú hef ég komist að þeirri niðurstöðu, að vandlega athuguðu máli, að heppileg tímamót til breytinga séu runnin upp. Í byrjun setti ég mér sem viðmið að tæpast væri æskilegt, hvorki fyrir viðkomandi einstakling né stjórnmálaflokk, að sami maður gengdi þar formennsku nema í svona áratug eða í mesta lagi rúmlega það. Kynslóðaskipti og endurnýjun eru nauðsynleg í stjórnmálastarfi sem annars staðar. Því met ég það svo að nú sé tímabært fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að ráðast í breytingar að þessu leyti og sjálfur horfi ég til þess fullur tilhlökkunar að halda baráttunni áfram að baki nýrri forustu. Ég mun því ekki gefa kost á mér til endurkjörs sem formaður flokksins á landsfundinum 22-24. febrúar næstkomandi. Hér er fyrst og síðast um mína persónulegu ákvörðun að ræða sem í sjálfu sér þarfnast ekki frekari raka en þeirra að ég hef komist að þessari niðurstöðu, er sáttur við hana og sjálfan mig, um leið og ég trúi að hún verði einnig til góðs fyrir Vinstrihreyfinguna – grænt framboð. Þau margvíslegu tímamót sem nú eru að renna upp hafa vissulega áhrif á mína ákvörðun. Kjörtímabil er á enda runnið. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur með styrk sínum eftir tvo mikla kosningasigra í röð, 2007 og 2009, skrifað nýjan kafla í stjórnmálasögu landsins. Fyrsta hreina vinstri stjórn lýðveldissögunnar hefur reist landið úr rústum hrunsins sem hér varð í lok langs valdatíma Sjálfstæðisflokksins. Ég hef sem formaður annars stjórnarflokksins lagt alla orku mína í það verkefni og er stoltur af þeim ótvíræða árangri sem náðst hefur, við fordæmalaust erfiðar aðstæður. Vissulega er glímunni við afleiðingar hrunsins hvergi nærri lokið og mörg krefjandi verkefni bíða komandi kjörtímabils. Ísland er þó vel á vegi statt og allir vegir færir borið saman við þau ósköp sem við blöstu í árslok 2008 og byrjun árs 2009. En baráttan hefur tekið sinn toll og markað okkur sem gert höfum það sem gera þurfti, þó eins vel sé og félagslega meðvitað og aðstæður frekast leyfðu. Óumflýjanlega er það þannig að ekki gat allt, eðli málsins samkvæmt, orðið vel til vinsælda fallið. Fjármálaráðherra lands á barmi gjaldþrots verður seint sá sem til þurfti ef hann hugsar fyrst og fremst um eigin vinsældir. En gert er gert og liðið er liðið. Nú er það framtíðin sem öllu skiptir. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur miklu hlutverki að gegna í þeirri framtíð sem merkisberi róttækrar vinstristefnu, umhverfisverndar, kvenfrelsis og félagslegrar alþjóðahyggju. Stolt af verkum okkar getum við tekist á við þær áskoranir sem framtíðin ber með sér. Ég er sannfærður um að ný flokksforusta sem leiðir okkar kosningabaráttu og starf á næsta kjörtímabili mun fá meðbyr og efla okkar baráttu. Ég ætla svo sannarlega að vera þar með í verkunum og hugsa mér gott til glóðarinnar.
Mest lesið Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Icelandair aflýsir flugferðum Innlent Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Innlent Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Erlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Kerfið hafi brugðist Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent Fleiri fréttir Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt í þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Sjá meira