Eyðilögðu 132 bíla í einni töku á Die Hard 17. febrúar 2013 11:45 Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan. Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent
Í kvikmynd sem heitir svo skelfandi nafni sem A Good Day To Die Hard er ef til vill eðlilegt að bílum líkt og mannslífum sé ekki þyrmt. Það er hinsvegar ekki sjálfsagt að í einni töku í slíkri mynd séu 132 bílar skemmdir svo mikið að þeir eru alveg ónothæfir. Það sem meira er, 518 aðrir bílar skemmdust og kröfðust mikilla viðgerða. Sumir þessar bíla voru mjög dýrir bílar og í senunni er til dæmis ekið yfir Lamborghini bíl og hann gereyðilagður. Það er ekki að spyrja að peningunum og froðsinu í kvikmyndaheiminum, en þetta hlýtur að vera heimsmet. Þessi sena kostaði 11 milljónir dollar eða ríflega 1,4 milljarð króna og þá eru ekki meðtaldir fjölmargir G-Class jeppar frá Mercedes Benz sem þýska fyrirtækið gaf framleiðanda myndarinnar. Þeir voru að sjálfsögðu allir eyðilagðir. Sjá má glefsur úr myndinni og myndir frá tökum á henni í myndskeiðinu hér að ofan.
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent