Mikið reynt á VG á kjörtímabilinu - Björn Valur íhugar framboð til varaformanns Karen Kjartansdóttir skrifar 17. febrúar 2013 19:10 Katrín Jakobsdóttir hefur lýst yfir framboð til formanns vinstri grænna. Björn Valur Gíslason íhugar að bjóða sig fram til varaformanns. Nýrrar forystu flokksins bíður erfitt verkefni. Katrín Jakobsdóttir varaformaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lýsti því yfir í hádeginu að hún biði sig fram sem formaður en kosið verður um embætti á landsfundi flokksins um næstu helgi. Björn Valur Gíslason mun íhuga að bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum og viðurkennir að talsvert hefði verið leitað til sín vegna þess. Hann vildi þó ekkert segja frekar en sagði að málin myndu skýrast frekar á morgun. Það þrætir enginn fyrir það að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi þurft að takast á við mörg erfið verkefni á liðnu kjörtímabili. En það eru innanflokksátök sem hafa leikið flokkinn hvað verst. Sem dæmi um átök innan flokksins má nefna að í lok september 2009 þegar Ögmundur Jónasson segir af sér ráðherradómi í mótmælaskyni við þá kröfu að ríkisstjórnin ætti að tala einu máli í Icesave málinu. Hann hélt þó áfram stuðningi við ríkisstjórnina. Í mars 2011 sögðu þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sig úr flokknum. Skömmu síðar fylgdi Ásmundur Einar Daðason á eftir. Í lok síðasta árs tilkynnti svo sjálfur oddviti Vinstrihreyfingarinnar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir að hún hygðist hætta í stjórnmálum um áramótin. Jón Bjarnason sagði sig svo úr flokknum í síðasta mánuði -- sem og Hjörleifur Guttormsson, einn af þremur stofnendum flokksins. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði, segir þau verkefni sem þessi vinstrisinnaði og róttæki flokkur hafa reynt mjög á. „VG er vinstrisinnaður flokkur róttæklinga sem er í mikilli andstöðu við ríkjandi stjórnmálastefnu frjálshyggjunnar sem þeir telja að hafi gengið allt of langt. Svo í efnahagshruninu þá veljast þeir til forystu. Þeir þurfa þá að framfylgja stefnu AGS sem er holdgervingur alþjóða kapítalsins og taka á sig skuldbindingar fallinna banka í tvíhlíða samningaviðræðum við Breta og Hollendinga, semja um aðild að ESB og skera niður velferðarkerfið og ríkisútgjöld inn að beini. Þetta er mjög alvarlegt ástand fyrir flokk eins og VG." Hann telur að aðeins Katrín Jakobsdóttir, sem í dag tilkynnti að hún myndi sækjast eftir formannssæti geta náð aftur sáttum innan flokksins. Katrín telur að þótt flokkurinn hafi ekki komið vel út úr könnunum að undanförnu eigi flokkurinn talvert fylgi inni enda eigi hann brýnt erindi. „Það er alveg rétt. Við höfum öll okkar hugsjónir og það er hægt að dæma fólk út frá hugsjónum, en þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi þá á ávallt að gera málamiðlanir. Það þarf líka að skoða hvernig þær málamiðlanir hafa verið gerðar og dæma okkur út frá því," segir Katrín. Katrín nefnir hér fjölbreytta atvinnustefnu sem byggir ekki á stóriðju, skattkerfi sem byggi á jöfnuði, kvenfrelsi og náttúruvernd. „Þær málamiðlanir sem við höfum gert hafa eigi að síður skilað árangri í okkar stefnumálum." Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir hefur lýst yfir framboð til formanns vinstri grænna. Björn Valur Gíslason íhugar að bjóða sig fram til varaformanns. Nýrrar forystu flokksins bíður erfitt verkefni. Katrín Jakobsdóttir varaformaður vinstri hreyfingarinnar græns framboðs lýsti því yfir í hádeginu að hún biði sig fram sem formaður en kosið verður um embætti á landsfundi flokksins um næstu helgi. Björn Valur Gíslason mun íhuga að bjóða sig fram til varaformennsku í flokknum og viðurkennir að talsvert hefði verið leitað til sín vegna þess. Hann vildi þó ekkert segja frekar en sagði að málin myndu skýrast frekar á morgun. Það þrætir enginn fyrir það að Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafi þurft að takast á við mörg erfið verkefni á liðnu kjörtímabili. En það eru innanflokksátök sem hafa leikið flokkinn hvað verst. Sem dæmi um átök innan flokksins má nefna að í lok september 2009 þegar Ögmundur Jónasson segir af sér ráðherradómi í mótmælaskyni við þá kröfu að ríkisstjórnin ætti að tala einu máli í Icesave málinu. Hann hélt þó áfram stuðningi við ríkisstjórnina. Í mars 2011 sögðu þingmennirnir Atli Gíslason og Lilja Mósesdóttir sig úr flokknum. Skömmu síðar fylgdi Ásmundur Einar Daðason á eftir. Í lok síðasta árs tilkynnti svo sjálfur oddviti Vinstrihreyfingarinnar Guðfríður Lilja Grétarsdóttir að hún hygðist hætta í stjórnmálum um áramótin. Jón Bjarnason sagði sig svo úr flokknum í síðasta mánuði -- sem og Hjörleifur Guttormsson, einn af þremur stofnendum flokksins. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórmálafræði, segir þau verkefni sem þessi vinstrisinnaði og róttæki flokkur hafa reynt mjög á. „VG er vinstrisinnaður flokkur róttæklinga sem er í mikilli andstöðu við ríkjandi stjórnmálastefnu frjálshyggjunnar sem þeir telja að hafi gengið allt of langt. Svo í efnahagshruninu þá veljast þeir til forystu. Þeir þurfa þá að framfylgja stefnu AGS sem er holdgervingur alþjóða kapítalsins og taka á sig skuldbindingar fallinna banka í tvíhlíða samningaviðræðum við Breta og Hollendinga, semja um aðild að ESB og skera niður velferðarkerfið og ríkisútgjöld inn að beini. Þetta er mjög alvarlegt ástand fyrir flokk eins og VG." Hann telur að aðeins Katrín Jakobsdóttir, sem í dag tilkynnti að hún myndi sækjast eftir formannssæti geta náð aftur sáttum innan flokksins. Katrín telur að þótt flokkurinn hafi ekki komið vel út úr könnunum að undanförnu eigi flokkurinn talvert fylgi inni enda eigi hann brýnt erindi. „Það er alveg rétt. Við höfum öll okkar hugsjónir og það er hægt að dæma fólk út frá hugsjónum, en þegar kemur að ríkisstjórnarsamstarfi þá á ávallt að gera málamiðlanir. Það þarf líka að skoða hvernig þær málamiðlanir hafa verið gerðar og dæma okkur út frá því," segir Katrín. Katrín nefnir hér fjölbreytta atvinnustefnu sem byggir ekki á stóriðju, skattkerfi sem byggi á jöfnuði, kvenfrelsi og náttúruvernd. „Þær málamiðlanir sem við höfum gert hafa eigi að síður skilað árangri í okkar stefnumálum."
Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Sjá meira