Ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2013 16:27 Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki staddur á skrifstofu Strætó þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir málið ekki hafa verið tekið fyrir innanhúss enn sem komið er. Ekki sé rétt, eins og haft var eftir leikskólakennara Barónsborgar í fyrri frétt Vísis af málinu, að samningur væri í gildi á milli Reykjavíkurborgar og Strætó varðandi leikskólana. Reynir segir Strætó að fyrra bragði hafa boðið kennurum í leikskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma með nemendur í strætó endurgjaldslaust utan annatíma. „Ég ætla svo sem ekkert að ætla að þessar ágætu konur hafi viljandi tekið gömul skírteini, en einhverra vegna voru þau með gömul skírteini," segir Reynir. Hann telur vagnstjórann sjálfsagt ekki hafa séð ástæðu til annars en að benda þeim á að skírteinin væru ógild. „Það er í hans verkahring að gera það eins og við hverja aðra farþega," segir Reynir sem segir að vagnstjórinn hefði átt að hafa samband við stjórnstöð þegar málið kom upp. Vagnstjórar hafi fyrirmæli þess efnis en hann viti ekki hvort hann hafi gert það eður ei. Í frétt á Vísi fyrr í dag hafði leikskólakennarinn Kolbrún Harðardóttir að orði að vagnstjórinn hefði reynt að ná sambandi við skrifstofu Strætó. „Að sama skapi hefðu fóstrurnar á Barónsborg átt að sjá til þess að þær væru með gild leikskólakort. Mér finnst ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann. Mér finnst það ósanngjarnt. Ég er samt ekki að segja að hann hefði ekki mátt athuga málið betur. Þú vísar ekki svo auðveldlega frá fólki með fullt af börnum í farteskinu," segir Reynir og bætir við að um storm í vatnsglasi sé að ræða að hans mati. Reynir minnir á að fram til ársins 2009 hafi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu greitt fyrir þjónustu Strætó. Þá hafi fyrirtækið boðið leikskólunum að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust eftir klukkan níu á morgnana og fram til klukkan þrjú á daginn. Þó hafi komið upp hafa tilfelli þar sem hópar hafi ekki séð ástæðu til þess að fara eftir reglunum. „Þess vegna hefur þurft að vísa fólki frá vegna þess að það hefur ekki verið pláss í vagninum," segir Reynir um tilraunir til þess að fara með hópa endurgjaldslaust á annatíma. Hann segir málið í dag sérstaklega leiðinlegt barnanna vegna. „Þau eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vagnstjórinn og þessar ágætu fóstrur klikka í sínum skyldustörfum. Afleiðingin er sú að börnin verða fyrir því og það er kjánalegt." Tengdar fréttir 19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Framkvæmdastjóri Strætó segir leiðinlegt að börn hafi þurft að líða fyrir það að leikskólakennarar og vagnstjóri brugðust í sínum skyldustörfum. 19 börnum var vísað úr strætisvagni á Suðurlandsbrautinni í dag þar sem leikskólakennararnir framvísuðu útrunnum skírteinum. Reynir Jónsson, framkvæmdastjóri Strætó, var ekki staddur á skrifstofu Strætó þegar blaðamaður náði tali af honum. Hann segir málið ekki hafa verið tekið fyrir innanhúss enn sem komið er. Ekki sé rétt, eins og haft var eftir leikskólakennara Barónsborgar í fyrri frétt Vísis af málinu, að samningur væri í gildi á milli Reykjavíkurborgar og Strætó varðandi leikskólana. Reynir segir Strætó að fyrra bragði hafa boðið kennurum í leikskólum og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu að koma með nemendur í strætó endurgjaldslaust utan annatíma. „Ég ætla svo sem ekkert að ætla að þessar ágætu konur hafi viljandi tekið gömul skírteini, en einhverra vegna voru þau með gömul skírteini," segir Reynir. Hann telur vagnstjórann sjálfsagt ekki hafa séð ástæðu til annars en að benda þeim á að skírteinin væru ógild. „Það er í hans verkahring að gera það eins og við hverja aðra farþega," segir Reynir sem segir að vagnstjórinn hefði átt að hafa samband við stjórnstöð þegar málið kom upp. Vagnstjórar hafi fyrirmæli þess efnis en hann viti ekki hvort hann hafi gert það eður ei. Í frétt á Vísi fyrr í dag hafði leikskólakennarinn Kolbrún Harðardóttir að orði að vagnstjórinn hefði reynt að ná sambandi við skrifstofu Strætó. „Að sama skapi hefðu fóstrurnar á Barónsborg átt að sjá til þess að þær væru með gild leikskólakort. Mér finnst ósanngjarnt að henda sökinni yfir á vagnstjórann. Mér finnst það ósanngjarnt. Ég er samt ekki að segja að hann hefði ekki mátt athuga málið betur. Þú vísar ekki svo auðveldlega frá fólki með fullt af börnum í farteskinu," segir Reynir og bætir við að um storm í vatnsglasi sé að ræða að hans mati. Reynir minnir á að fram til ársins 2009 hafi leikskólar á höfuðborgarsvæðinu greitt fyrir þjónustu Strætó. Þá hafi fyrirtækið boðið leikskólunum að nýta sér þjónustuna endurgjaldslaust eftir klukkan níu á morgnana og fram til klukkan þrjú á daginn. Þó hafi komið upp hafa tilfelli þar sem hópar hafi ekki séð ástæðu til þess að fara eftir reglunum. „Þess vegna hefur þurft að vísa fólki frá vegna þess að það hefur ekki verið pláss í vagninum," segir Reynir um tilraunir til þess að fara með hópa endurgjaldslaust á annatíma. Hann segir málið í dag sérstaklega leiðinlegt barnanna vegna. „Þau eiga ekki að þurfa að líða fyrir það að vagnstjórinn og þessar ágætu fóstrur klikka í sínum skyldustörfum. Afleiðingin er sú að börnin verða fyrir því og það er kjánalegt."
Tengdar fréttir 19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07 Mest lesið Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Skotárás á Times Square Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Alelda bíll í Þórsmörk Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll í Þórsmörk Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
19 leikskólabörn rekin úr strætó við Suðurlandsbraut Deildarstjóri á leikskólanum Barónsborg vill að Strætó BS biðji starfsfólk og 19 börn leikskólans afsökunar, eftir að strætóbílstjóri rak þau út úr vagninum fyrir að vera með útrunnið strætóskírteini. 18. febrúar 2013 15:07